Tilraun

Ég held að reyklaust djamm passi mér mun betur en það sem ég hef áður reynt en verð samt að játa á mig ákveðnar efasemdir. Af hverju ekki djamm að degi til með zero hávaða, zero ofuölvun og zero biðröðum?

Ég á við, af hverju getur fólk ekki bara parað sig á snyrtilegum kaffihúsum á eðlilegum vökutíma? Það er ekki eins og sé neinn annar tilgangur með þessu svokallaða djammi.

Í augnablikinu þarf ég ekki einu sinni að parast. Þarf bara held ég að afgreiða tilraunina. Áður hafði ég svo fínar afsakanir. Þoldi ekki reyk, bjó í Hafnarfirði, átti enga skó með pinnahælum, þekkti engan sem ég nennti að drekka með nema þá fólk sem drekkur nánast ekkert ekki hvort sem er. Nú eru allar forsendur skyndilega breyttar. Ég ætla semsagt að gera tilraun til að máta djammið í fylgd Baunar nú í kvöld.

Það verður gaman.
Það verður bara víst gaman.
Það verður milljón gaman.
Eða allavega smá gaman.
Ég er hress.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Tilraun

  1. ———————————

    Skemmtu þér Eva mín. Væri ekki annars bara sniðugt að opna „Deit barinn“? Þangað geta allir komið sem eru í makaleit. Væri ekki t.d. tilvalið að opna útibú frá Nornabúðinni?

    Posted by: Þorkell | 16.06.2007 | 23:58:10

Lokað er á athugasemdir.