Undir niðri

-Ég verð að játa að þú hefur góðan smekk, sagði ég en stillti mig um að stynja, því það er ekki til siðs að leyfa nautn sinni háværa útrás á hamborgarastað í hádeginu.
-Gráðostur virkar, sagði hann. Það fáránlega er að hann heitir „Gleymmérei“ á matseðlinum. Eins og nokkur gæti gleymt slíkum hamborgara.
-Þú krefst þess að fá að splæsa á mig gráðostaborgara sem heitir Gleymmérei?
-Jaaaá?
-Gleymmérei?
-Ekki var það ég sem skrifaði matseðilinn.
-Og í gær komstu með rjómalíkjör handa mér, veistu hvernig maður segir rjómi á sænsku?
-Uhhh? Ég á nógu erfitt með að skilja íslensku.
-Þú ert meiri póstmódernisti en þú viðurkennir.

Hann þagði lengi. Kinkaði svo kolli, ligeglad og sagði:
-Það er undirvitund mín sem er rómantísk. Ekki ég sjálfur.

 

One thought on “Undir niðri

  1. ——————————————–

    margt hefur nú verið sagt um vitabar. rómantískur er ekki eitt af orðunum sem mér dettur í hug. þetta gæti verið hinn áhugaverðasti maður.

    Posted by: fangor | 14.06.2007 | 21:44:49

    ——————————————–

    Vitabar er til einhvers góðs 🙂

    Posted by: lindablinda | 14.06.2007 | 23:12:57

Lokað er á athugasemdir.