Þrátt fyrir gagnrýni sína á þöggun kvenna, hika kvenhyggjusinnar ekki við að beita þöggun sjálfir þegar það hentar þeim. Halda áfram að lesa
Egg og sæði
Í gær hitti ég frænku mína og litlu dóttur hennar sem er getin með sæði úr sæðisbanka. Ég vissi það ekki fyrr en í gær að sæðisgjafar mega taka greiðslu fyrir sæðið en eggjagjafar mega ekki selja egg. Ástæðan er sú að eggjagjöf er litin sömu augum og líffæragjöf, væntanlega af því að konan þarf að gangast undir aðgerð til að hægt sé að sækja eggin.
Ég skil það sjónarmið að það megi ekki verða freistandi að gangast undir hættulegar aðgerðir. En er samt ekki dálítið klikkað að fella eggjagjöf undir líffæragjöf?
Eitt dæmi um ómarktæka gagnrýni
Um daginn var ég spurð að því í blaðaviðtali hvað mér fyndist um þá gagnrýni sem ég hefði fengið vegna skrifa minna um femínisma. Ég svaraði því til að ég hefði ekki fengið neina marktæka gagnrýni frá femínistum. Og það er rétt. Ekkert af því sem ég hef sagt um femínisma hefur verið hrakið. Halda áfram að lesa
Ekki bara forréttindamellur sem vilja lögleiða vændi

Femínistum er tamt að afgreiða afhjúpun á rökleysum og rangfærslum femínista með því að ekki sé hægt að setja allan femínisma undir einn hatt því innan hans þrífist margar ólíkar stefnur. Staðreyndin er nú samt sú að þegar þeir sem skilgreina sig sem femínsta, án þess að vera sammála þeirri klámfóbíu og forræðishyggju sem einkennir meinstrímfemínisma á Vesturlöndum, taka til máls, beita handhafar sannleikans nákvæmlega sömu aðferðum og þeir segjast sjálfir sæta af hálfu feðraveldins; þar vega þyngst ýmisskonar þöggunaraðferðir.
Væri rétt að kenna kynjafræði í grunnskólum?
Þessi grein birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem kom út núna í júní.
Sú skoðun virðist útbreidd að grunnskólinn eigi að innræta börnum tiltekin viðhorf. Þessa sér stað í aðalnámskrá grunnskólanna en samkvæmt henni eru grunnþættir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni, heilbrigði, sköpun og læsi. Þótt merking þessara hugtaka sé hvorki einföld né óumdeild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast engri gangnrýni sætt. Halda áfram að lesa
Kosningaréttur kvenna o.fl.
Þótt feministar séu búnir að runka sér svo rækilega á feðraveldishugtakinu að það er nánast orðið ónothæft, á hugmyndin sér vissulega sögulegar rætur. Halda áfram að lesa
Með veikleikann að vopni
Valdatengsl kynjanna eru áhugavert rannsóknarefni því þau eru sannarlega til staðar þótt feministar gangi full langt í hugmyndum sínum um „kynjakerfið“. Samkvæmt þeim hugmyndum er samfélagið allsherjar samsæri karla gegn konum. Halda áfram að lesa
Árangurinn af kynjafræðikennslu
Feministar hafa sent frá sér áskorun um að kynjafræðikennsla verði tekin upp sem skylduáfangi í grunnskólum. Það hlaut að koma að því. Rökin fyrir því að kenna þurfi kynjafræði í skólum eru annarsvegar þau að jafnréttisfræðsla sé lögboðin og hinsvegar þau að valkvæð kynjafræðikennsla í framhaldsskólum hafi skilað svo góðum árangri. Halda áfram að lesa