Í gær hitti ég frænku mína og litlu dóttur hennar sem er getin með sæði úr sæðisbanka. Ég vissi það ekki fyrr en í gær að sæðisgjafar mega taka greiðslu fyrir sæðið en eggjagjafar mega ekki selja egg. Ástæðan er sú að eggjagjöf er litin sömu augum og líffæragjöf, væntanlega af því að konan þarf að gangast undir aðgerð til að hægt sé að sækja eggin.
Ég skil það sjónarmið að það megi ekki verða freistandi að gangast undir hættulegar aðgerðir. En er samt ekki dálítið klikkað að fella eggjagjöf undir líffæragjöf?