Þrif og vændi eru atvinnugreinar

skúra

Drífa Snædal skrifar grein á knúzið þar sem hún færir rök fyrir því að þrif og þvottar séu atvinnugrein.

Þetta eru ágæt rök hjá Drífu og ég er henni sammála. Vil bæta því við að auðvitað eiga konur að fá að vinna við þrif ef þær kjósa það, jafnvel þótt megi reikna með að flestar þeirra horfi meira til launa en skemmtunar. Það sem mér finnst hinsvegar undarlegt við grein Drífu er að hún segist mynda sér skoðun á þessu á sama hátt og vændi og staðgöngumæðrun, þ.e. út frá samfélagslegum áhrifum og því hvort hreingerningafólk, vændiskonur og staðgöngumæður yrðu verr eða betur staddar með lögleiðingu. Hún kemst semsagt að þeirri niðurstöðu að áhrif þess að gera heimilsstöf að atvinnugrein yrðu góð en heldur samt í þá skoðun að áhrif þess að líta á kynlífsþjónustu sem atvinnugrein yrðu slæm.

Ég tók hluta af texta Drífu breytti honum lítiilega, breytingarnar felast aðallega í því að skipta hreingerningum út fyrir kynlífsþjónustu. Útkoman er þessi:

Samfélagslega hef ég metnað til að kynlífsþjónusta verði metin á við önnur störf og sé í því möguleika á að auka jafnrétti bæði innan heimila og á vinnumarkaðnum. Konur myndu þá minnka hina ólaunuðu kynlífsþjónustu sem kemur í veg fyrir að þær njóti kjara og réttinda á við karla á vinnumarkaðnum. Fjölskyldur myndu hugsanlega losna undan streitunni sem fylgir því þegar hjón hafa mismikla þörf fyrir kynlíf og snertingu og konur sérstaklega fengju tíma til lýðræðisþátttöku í stað þess að standa í því að sænga hjá sambýlingi sínum. Einhverjir hafa orðið til að benda á að með aðkeyptri kynlífsþjónustu inni á heimilum yrðu þau eins og vændishús og fólk fjarlægðist hjónaband sitt sem grunneiningu samfélagsins. Vissulega er fólk sem finnst nauðsynlegt að sinna maka sínum og jafnvel góð skemmtun – ég sé hins vegar lítinn mun á að fara með bílinn í viðgerð, kaupa pípara til að losa stíflu, fá málara til að mála stofuna eða að fá sérfróða manneskju til að fullnægja karlinum og jafnvel fara í undarlega hlutverkaleiki. Af hverju er það svo rosalega mikilvægt að við gerum það í ólaunaðri vinnu sem hefur hingað til verið á könnu kvenna, en kaupum aðstoð við það sem hefur hingað til verið á könnu karla? Það má með fullt af rökum benda á að ef vanda skal til verka þarf reynslumikið og hæft fólk í öll þessi störf.

Önnur gagnrýni sem hefur heyrst er að kaup á vændi festi í sessi stéttaskiptingu og láglaunastöðu kvenna sem vinnuafl í klám- og kynlífsgeiranum. Þetta er verulegt áhyggjuefni að mínu mati og öll opinber hvatning í átt að atvinnukynlífi þarf að taka mið af þessu. Í dag er staðan sú að fjöldi kvenna stundar þessa iðju í svartri vinnu, án þess að vera „inni í kerfinu“, þ.e. þær eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum ef vinnan bregst, safna ekki í lífeyrissjóð né geta þær beitt sér innan stéttarfélags. Um leið og störfum vændiskvenna er lyft upp á borðið og þau gerð „hvít“ öðlast það fólk sem þau vinnur réttindi sem fylgja því að vera viðurkennd starfsstétt, sem þá getur myndað þrýstihópa og háð kjarabaráttu. Það hlýtur að vera betra en sú staða sem þessi ósýnilega stétt býr við í dag. Svo getum við tekið umræðuna um hvernig við búum um hnútana svo störfin verði metin vel til launa og bæði kynin fáist til að sinna þeim.

Að vinna við að sinna kynferðislegum þörfum annarra, einkum inni á heimilum fólks er persónulegt og viðkvæmt og þörf er á að vernda sérstaklega fólk sem vinnur slík störf frá misnotkun og valdníðslu hvers konar. Ekki síst þess vegna tel ég mikilvægt að stjórnvöld hugi að því hvernig heimilisvændi og önnur kynlífsþjónusta geti orðið viðurkennd í flóru atvinnulífsins.

Niðurstaða mín er sem sagt (í bili) að stjórnvöld ættu að grípa til aðgerða til að efla launuð störf við kynlífsþjónustu til dæmis með skattahagræðingu til að efla jafnrétti, búa til ný störf og viðurkenna að störf vændiskvenna og annarra kynlífsþjóna séu jafnmikilvæg og önnur störf í samfélaginu.

skura

 

Að skapa gjá milli kvenna

images (1)

Mér finnst bleikt.is óþolandi síða. Ekki vegna þess hve hátt hlutfall af efninu snýst um tísku og sambönd heldur vegna þess;

  • hvað þessi síða er hroðalegt dæmi um vonda blaðamennsku
  • hvað er erfitt að komast hjá því að verða var við þennan hroða (ég hef engan áhuga á golfi en golfáhugamenn mega alveg stunda sitt golf í friði fyrir mér, mér þætti hinsvegar pirrandi að rekast daglega á eitthvert golfefni innan um fréttir sem koma mér við,
  • hvað fjölmiðlar eru virkir í því að ýta undir þá hugmynd að umfjöllunarefni slíkra síðna séu einhverskonar kvenlegt norm,
  • að það bæði hryggir mig hversu margar konur leggja lítið til samfélagsumræðu og sýna lítinn áhuga á öðru en því sem ég álít yfirborðslegt og ég finn til vanmáttar yfir því að geta ekki bara skipað öllum konum að hugsa sjálfstætt og hafa áhuga á því sem mér finnst mikilvægt.

Halda áfram að lesa

Bleikt & Blátt – samsæriskenning

6a00e5508f1815883301053659ff3e970c-300x227Ég fór svo mikið að hugsa um bleikt og blátt þegar ég las þennan pistil. Ég er algjör sökker fyrir samsæriskenningum. Keypti t.d. inside job kenninguna um 11. september algjörlega og nú er ég hreinlega í vímu yfir kenningu Chomskys um að samsæriskenningin sjálf sé samsæri um að draga athyglina frá einhverju athyglisverðara. Kenningin um að hið illa feðraveldi hafi sameinast um að stela bláa litnum frá konunum og fleygt í okkur væmna, bleika litnum í staðinn, hefði átt að smjúga inn í hjarta mitt. Ef út í það er farið hef ég gleypt margar ótrúlegri kenningar hráar.
Halda áfram að lesa

Það er engin afsökun að hafa píku

siv

Mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun mörkuðu tímamót í sögu umhverfisverndar og mótmælamenningar en þótt þeir sem mótmælu þessum framkvæmdum hafi brotið blað í sögunni, þóttum við ekki par fín. Við vorum vonda fólkið sem höfðum það eitt að markmiði að drepa niður allt atvinnulíf í landinu og svelta svöngu börnin á Reyðarfirði um ókomin ár. Halda áfram að lesa

Mega lyjafræðingar vera ögrandi?

háskóli_íslands_2_jpg_475x712_sharpen_q95Jafnréttisnefnd fór á límingunum út af þessari mynd sem ku víst gera lítið úr konum. Ég hef ekki lesið auglýsingatextann, veit ekki hvað er verið að auglýsa fyrir utan það sem kemur fram á vefsíðu DV að auglýsingin sé frá félagi nema í lyfjafræði.

Það er ekki sérlega trúverðugt þegar fólk segist ekki sjá neitt ögrandi eða kynferðislegt við myndina. Ég efast um að lyfjafræðingar mæti almennt í vinnuna með sýnileg, rauð sokkabönd og rauðum nærbuxum undir píkusíðum slopp. „Ögrandi stelling“ finnst mér aftur á móti full langsótt. Getur kynþokkafull kona með rauð sokkabönd yfirhöfuð fundið sér einhverja stellingu sem ekki er annaðhvort ögrandi eða niðurlægjandi? Og afhverju eru konur sem nýta sér kynþokka sinn til að hafa áhrif á aðra og komast þangað sem þær ætla sér, ómerkilegri en þeir sem nota tengsl, peninga eða stöðu í sama tilgangi?

Halda áfram að lesa