Þegar karlar ráðast á karla

hefner

Um daginn heyrði ég karlmann sem ég þekki tala ömurlega illa um Hugh Hefner. Kallaði hann kapítalistasvín sem hikaði ekki við að höfða til lægstu hvata mannsins til þess að græða peninga og gæfi umheiminum þá ímynd af karlmönnum að þeir væru allir slefandi perrar og potential nauðgarar. Mér fannst þetta gjörsamlega ótrúlegt, en heyrðu, svo er þessi vinur minn bara ekkert náttúrulaus. Hann ríður alveg og allt og hefur gaman af. Hann segir það m.a.s. sjálfur.

Hugh Hefner er flottur kall sem kann að bjarga sér. Hann á grilljón skrilljónir og massa stóran skeiðvöll og er búinn að banga chicks um veröld alla. Og hann er ekki einu sinni feitur þótt hann hafi sannarlega efni á að borða allt sem honum dettur í hug. Margir karlmenn gætu lært af honum en það er alltaf einn og einn sem er eitthvað viðkvæmur fyrir því að allir haldi að bara af því að karlar hafi gaman af klámi þá hugsi þeir ekki um neitt annað.

En þarna sannast að karlar eru körlum verstir. Gjörsamlega að drepast úr öfundssýki og fordómum og reyna alltaf að draga kjarkinn úr þeim sem eitthvað geta. Mér finnst virkilega sorglegt að heyra menn tala svona um kynbræður sína.

 

One thought on “Þegar karlar ráðast á karla

  1. —-

    Umræður í framhaldi af pistlinum

    Mér skilst að Playboy gangi illa og að veldið riði til falls. Er það til marks um að það þyki minna í lagi en áður í vestrinu að vera áskrifandi að nektarmyndablaði? Er þetta dæmi um að árangar hafi náðst í baráttunni við klámvæðingu?

    Eða er internetið bara tekið við og erótísk blöð seljast ekki..

    Posted by: Kristinn | 23.08.2011 | 11:19:27

    Nú bara veit ég ekki Kristín. Mér er satt að segja nákvæmlega sama hvort annað fólk skoðar píkumyndir eða horfir á þætti um varalit, það bara kemur mér ekki við.

    Mér finnst hinsvegar frekar þreytandi þessi hugmynd um að bara vegna þess að einhver sé með píku, þá séu það einhverskonar svik við „konur“ (sem hljóta að hafa mun meira hópeðli en karlar) að gagnrýna vinnulag hennar eða þau viðhorf sem hún stendur fyrir. Ég hef aldrei orðið vör við þessa hollustukröfu meðal karla. Þetta er svona dæmi um konur sem „second sex“. Við eigum að vera konur áður en við erum einstaklingar og þar með að takast á við aðrar konur sem konur fremur en að skoða verk þeirra og orðræðu.

    Posted by: Eva | 23.08.2011 | 11:48:17

    Sem sagt annað dæmi um að framfarartækið, krafan um samstöðu kvenna að þessu sinni, sé orðin að einkenni vandans?

    Posted by: Kristinn | 23.08.2011 | 12:09:11

    Krafan um samstöðu kvenna hefði nú sennilega ekki orðið til nema vegna þess að konur voru einn hagsmunahópur á meðan þær nutu ekki mannréttinda og reyndar er það víða í veröldinni þannig enn í dag.

    Á sumum sviðum eru konur í Evrópu ennþá hagsmunahópur. T.d. þætti mér eðlilegt að konur stæðu saman um að krefjast þess að kvennastörf njóti sömu virðingar og karlastörf. En að ég eigi bara vessgú að bera virðingu fyrir hvaða vitleysu sem er, bara af því að einhver kona stendur á bak við hana, það er ekki mitt hagsmunamál eða sérstakt hagsmunamál kvenna og hana nú!

    Posted by: Eva | 23.08.2011 | 13:50:36

    Ég skil þig.

    Þetta er bara ágætt dæmi um hvað orsakaröð hlutanna er oft loðin.

    Posted by: Kristinn | 23.08.2011 | 21:58:32

Lokað er á athugasemdir.