Gott eða rétt?

Bjartur er á leið til Noregs um mánaðamótin og mér líkar það stórilla,
-Fjöll og sjór? Ætlarðu virkilega að skipta á svoleiðis klisjum og rauðu trjánum í Beykiskógi og gulum ökrum? Ætlaðu að flytja til dýrasta lands í heimi til að vinna fyrir skítalaunum þegar þú býrð nú þegar þar sem bjórinn drýpur af hverju strái? Og svona að fjöllum og háu verðlagi undanskildu, hvað í rassgati færðu þá í Noregi sem þú getur ekki fengið hér? sagði ég gremjulega. Halda áfram að lesa

Engir garðar á Íslandi?

Ég bý í parhúsi við einkar snyrtilega götu. Íbúðirnar voru upphaflega ætlaðar öldruðum og ég er eini íbúi götunnar sem ekki er ellilífeyrisþegi. Einstök heppni að hafa fengið þessa íbúð sem er bæði fallegri og betur einangruð en gengur og gerist. Nágrannar mínir eru indælt fólk og alveg rosalega duglegir að taka til í görðunum hjá sér. Halda áfram að lesa

Ísdanska

Frænka: Jói minn, ætlar vinur þinn að borða með okkur?
Jói: Nei, hann verður bráðum náður í af pabba sínum.

Frænka: Viljiði hafa rauðuna lina eða á ég að steikja eggin báðum megin?
Dana: Hanne vill gjarnan hafa það snúið.
Jói: Ég vil ekki ost á mitt brauð og ég átti að spyrja hvis þú getur leggjað enga kartöflu á Atlas disk.

Stuttu síðar þegar við sitjum við matborðið fær Bjartur hóstakast.
Júlíus: Hefur þú vont í hálsinum Bjartur?
Hulla: Bjartur minn, ég er búin að segja þér að fólk á að hvíla sig þegar það er þreytt og fara til læknis þegar það er veikt. Ég er viss um að ef þú að leyfir mér að stjórna þér í hálfan mánuð þá færðu það betur.

Reiðhjólapumpa

-Neinei, ekki láta mig fá pening fyrir þessu, sagði Bjartur.
-Nú? Þætti þér huggulegt af mér að biðja þig að kaupa bjór fyrir mig en borga hann svo ekki? sagði ég.
-Þetta er allt í lagi.
-Jájá, allt í himnalagi en ég ætla nú samt að borga þennan bjórkassa.
-Neinei, ég gef þér hann bara í tilefni dagsins. Halda áfram að lesa

Morðæði í eldhúsinu

Við stóðum í eldhúsinu þegar Júlíus kom fram á öðru hundraðinu með flugnaspaðann á lofti og sveiflaði honum vígalega í átt að nætufiðrildi sem reyndist hraðfleygara en ætla mætti. Fiðrildið flögraði undir eldhússgardínuna og andartaki síðar var Júlíus kominn upp í eldhússvaskinn, hékk í gardínustönginni og bandaði spaðanum undir gluggatjaldið. Halda áfram að lesa

Búsæld

Mér finnst skemmtilegt að finna leiðir til að nýta mat. Kannski óvenjulegt áhugamál í þessu ofneyslusamfélagi sem við lifum í en ég held að heimurinn yrði betri ef fleiri leggðu sig fram um að nýta það sem til er í stað þess að henda nýtanlegum hlutum (og mat) og pína hálfa jörðina til að gefa meira en við þurfum og hinn helminginn til að taka við óendanlegu magni af sorpi. Halda áfram að lesa

Af hoppi og híi

-Voðalega erum við öll óhamingjusöm, sagði Bjartur og skolaði óhamingju sinni niður með gúlsopa af landamærabjór.
-Hulla og Eiki eru ekki óhamingjusöm, sagði ég.
-Nei ekki þau en næstum allir aðrir, svaraði hann. Hmmm… þetta samfélag okkar er nú ekki stórt og þessir allir eru Bjartur og Svartur, ég sjálf og kannski Dana María sem er nú venjulega ósköp kát. Halda áfram að lesa

Ekkert bloggnæmt

Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.

Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa

Rof

Kem til landsins í kvöld. Sé reyndar tæplega fram á að ljúka öllu sem ég þarf á þessum stutta tíma sem ég stoppa en hlýt að ná því nauðsynlegasta. Þeir sem hafa yndi af húsgagna- og kassaburði vinsamlegast gefi sig fram.

Bjartur reiknar með að verða fluttur út þegar ég kem heim aftur. Þetta hefur verið frekar þunn episóda í sumar en ég hef á tilfinningunni að nú dragi brátt til tíðinda. Hvort það er gott eða slæmt skal ósagt í bili.

Býlabyggð

Ég settist að lengst úti í Suðurjóskum hundsrassi í þorpi sem heitir Býlabyggð og er í næsta nágrenni við Hullusveit í Beykiskógi. Ekki svo að skilja að ég sé haldin nostalgíu gagnvart smáþorpum, heldur er ég á hagkvæmnisflippi. Fékk semsé vinnu í þorpinu og þar sem ég vil helst komast hjá því að kaupa bíl, ákvað ég að finna húsnæði í Býlabyggð. Halda áfram að lesa

Piparkökuhúsið

Piparkökuhúsið hefur staðið autt, hátt á annað ár. Það er í niðurníðslu og athafnasemi fyrri eigenda hefur ekki bætt það. Þau rifu m.a. niður burðarvegg, vindskeiðarnar snúa öfugt og einhver fúskari hefur átt við rafmagnið. Rétt hús á réttum stað en ég kann á málningarpensil og búið svo ef ég ætti að gera það upp yrði ég að vinna yfirvinnu upp á varanlega fýlu hjá kjeeellingunum. Nú eða giftast nokkrum iðnaðarmönnum, helst öllum í einu. Halda áfram að lesa