Sýndi ég þér grimmd?
Sjálfsagt gerði ég það. Eins og þú veist hefur allt merkingu. Allt. Líka nöfnin okkar, ekki síst þau sem við veljum sjálf. Nöfnin sem hliðarsjálfin okkar velja sér sjálf, þau hafa merkingu.
Jú, sennilega sýndi ég þér grimmd. Með fullum rétti, eða eru hlutirnir kannski ekki nákvæmlega eins og þeir virðast vera? Trúlega fékkstu ekki það sem þú vildir en þú fékkst nú samt nákvæmlega það sem þú baðst um og hversu lengi ætlarðu að grenja yfir því? Næst ættirðu kannski að prófa að biðja um það sem þú vilt.
Og taktu nú, lesandi góður eftir þessu óþokkabragði, þessari þöggun höfundar gagnvart sinni eigin söguhetju. Ætti sögupersóna að fá að grípa inn í söguna, jafnvel mótmæla höfundi sínum? Jú, mér finnst það rétt. Hins vegar hentar það mér ekki og þessvegna spyrni ég á móti.
Eða hver sagði að lífið væri sanngjarnt?
———————————————–
Frábær lesning. full af góðum hlutum.
Posted by: Drengurinn | 28.11.2007 | 2:19:51