Egg og sæði

images (8)Í gær hitti ég frænku mína og litlu dóttur hennar sem er getin með sæði úr sæðisbanka. Ég vissi það ekki fyrr en í gær að sæðisgjafar mega taka greiðslu fyrir sæðið en eggjagjafar mega ekki selja egg. Ástæðan er sú að eggjagjöf er litin sömu augum og líffæragjöf, væntanlega af því að konan þarf að gangast undir aðgerð til að hægt sé að sækja eggin.

Ég skil það sjónarmið að það megi ekki verða freistandi að gangast undir hættulegar aðgerðir. En er samt ekki dálítið klikkað að fella eggjagjöf undir líffæragjöf?

Ekki ein af strákunum heldur stelpan í hópnum

soffia
Soffía Anna Sveinsdóttir tók stúdentspróf af félagsvísindabraut. Ekki af því að hún hefði sérstakan áhuga á félagsgreinum, heldur af því að hún átti erfitt með stærðfræði. Að loknu stúdentsprófi bjuggust vinir hennar og vandamenn við að hún færi í íslenskunám. Það kom því flestum á óvart þegar hún hóf þess í stað nám í pípulögnum. Halda áfram að lesa

Fiðrildapíkan

fiðrildi

Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers konar skordýrs.

Halda áfram að lesa

Ekki vera geðveik

Elskan. Ekki vera geðveik. Já, þetta er nefnilega sjálfskaparvíti.

Þótt einhverjar ofurhúsmæður hegði sér eins og Martha Stewart þá er ekki þar með sagt að þú þurfir endilega að gera það líka. Hver er eiginlega að gera allar þessar kröfur til kvenna? Og hvaða hræðilegu afleiðingar hefur það að sleppa bara því sem maður hefur ekki áhuga á? Ég hef ekki sent jólakort í mörg ár, hvað þá búið þau til, og enginn hefur kvartað. Ég kaupi fallega kassa og poka undir jólagjafir því ég nenni ekki að pakka inn, aldrei hefur neinn sýnt af sér óánægju með það. Í fyrra bakaði ég ekki svo mikið sem eina smáköku, enginn kvartaði. Ég hef ekki sett upp jólatré í mörg ár og ef það veldur einhverjum hugarangri þá hefur viðkomandi haldið því fyrir sjálfan sig. Ég get alveg misst mig í jólastress en það er algerlega á mína eigin ábyrgð.

Viðtal við barnsföður Hjördísar Svan

mynd-hj-svan-688x451

Forræðismál Hjördísar Svan hefur verið áberandi í opinberri umræðu síðustu þrjú árin. Þeir sem fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum standa frammi fyrir óþægilegri þversögn. Við höfum ekki nógu miklar upplýsingar frá báðum hliðum til þess að mynda okkur upplýsta skoðun en um leið er erfitt að komast hjá því að mynda sér skoðun, einkum þegar við sjáum myndir af grátandi börnum og lýsingar móður og barna á ofbeldi og kúgun. Halda áfram að lesa