Goðsögnin um kynbundinn launamun

GenderWageGapMyth
„Konur þéna 75 kr á móti hverjum 100 kr sem karlar þéna.“  Þetta er ein af möntrum feminismans.

Að sjálfsögðu þéna karlar meira en konur. Þeir vinna nefnilega meira. Karlar eru auk þess konum líklegri til þess að vinna líkamlega erfiðisvinnu, sóðaleg störf og hættuleg. Þeir eru einnig líklegri til þess að sækjast eftir valdastöðum og störfum sem atvinnurekandinn metur sem ábyrgðarstöðu (hvort það mat er rétt er svo allt önnur umræða.) Elsta kynslóð þeirra kvenna sem enn er á vinnumarkaði fékk auk þess minni menntun en karlar og algengt var að þær konur væru langtímum heimavinnandi. Þær áttu því minni möguleika á stöðuhækkun

downloadÞessir þættir skýra launamuninn að nokkru leyti en eftir standa á bilinu 6-10% launamunur sem ekki hefur verið skýrður. Femninstar hafa auðvitað fína skýringu á þessum óútskýrða launamuni; skýringin, enda þótt launamunurinn sé einmitt óútskýrður, hlýtur að vera einlægur vilji karlveldisins til þess að halda konum niðri.

Gögnin sem þessi ályktun er dregin af eru svo vægast sagt léleg. Oft er svarhlutfall aðeins á bilinu 50-60%. Fólk er oftast spurt um tekjur sínar. Ætla má að margir þeirra sem hafa óstöðugar tekjur séu ekki með tölurnar á hreinu og engin leið er að ganga úr skugga um það hversu hátt hlutfall þáttakenda skoðar skattaskýrslur til staðfestingar og hversu margir giska á töluna. Við vitum heldur ekkert hvort er kynjamunur á tilhneigingu til að ofmeta eða vanmeta tekjur.

Elsta kynslóð kvenna bjó ekki við sömu jafnlaunastefnu og ungar konur í dag svo til þess að meta hver staðan raunverulega er, þyrfti að skoða yngra fólk sérstaklega. Margt bendir reyndar til þess að meðal yngri kynslóða ríki fullur launajöfnuður.  Fleiri konur ljúka nú háskólanámi en karlar. Í Bandaríkjunum eru konur undir 30 með hærri tekjur en karlar. Íslenskar kannanir (sem ég hef reyndar lítið álit á) sýna að laun fyrir hefðbundin kvennastörf hafa hækkað meira en laun í hefðbundnum karlastörfum á síðustu árum. Þetta bendir til þess að viðhorfið til kvennastarfa sé orðið jákvæðara en áður en þessi gleðilegu tíðindi kafna í áróðrinum um gífurlegan kynbundinn launamun.

Á Íslandi gilda jafnréttislög og samkvæmt þeim er bannað að mismuna fólki á grundvelli kynferðis. Auðvitað er mögulegt að einhver fyrirtæki geri það samt og þá á vitanlega að taka hart á því. En fullyrðingar um kerfisbundna kynjamismunun eiga sér enga stoð og eru ekkert annað en enn eitt áróðursbragð dólgafemínista.

Hér er myndband þar sem Christina Hoff Sommers fer aðeins í gegnum þetta

Deildu færslunni

Share to Facebook