Þarf það endilega að vera verðmætt?

Anna segir að raunveruleg verðmæti séu fólgin í vinum þínum en ekki þeim sem þú sefur hjá.

Einhvernveginn finnst mér rökrétt að sofa þá bara hjá vinum sínum. Verst að vinir mínir eru allir fráteknir. Nema Spúnkhildur og ég vil ekkert sofa hjá henni.

Reyndar komst ég að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að það væri vesenisminnst að sofa hjá einhverjum sem mér er hæfilega illa við eða hef allavega nógu lítið álit á til að ekki sé hætta á að það þróist út í einhverjar ástargrillur. Mér hefur samt aldrei verið neitt illa við Elías en ég vissi líka að hann yrði ekkert í boði nema í stuttan tíma svo það var ekki verulega hætta á að yrði eitthvað ástarkjaftæði úr því.

Í augnablikinu er mér því miður ekki illa við neinn.

Skrýtið ástand

Ég er hvorki að bíða eftir Elíasi né leita að einhverjum öðrum og það er skrýtið ástand.

Ég kvaddi Elías formlega, fyrir löngu enda tilgangslaust að reyna að þróa samband við mann sem ætlar að verja mörgum árum í annarri heimsálfu. Þessvegna litum við heldur aldrei á það sem samband. Allt á hreinu fyrirfram og þannig á það að vera. Auk þess eigum við ekki margt sameiginlegt og hann mun líklega eignast sitt fyrsta barn um það leyti sem ég verð amma. Hann hefur samband við mig reglulega og mér þykir vænt um það en ég kvelst ekki af söknuði. Halda áfram að lesa

Músin sem læðist

Karlmenn virðast sjaldan kæra sig um að vera einir. Jafnvel Músin sem læðist dreif í því að verða sér úti um konu nokkrum mánuðum eftir skilnaðinn, af einhverjum allt öðrum hvötum en stjórnlausri hrifningu. Elías mun aldrei vera á lausu lengur en 4 mánuði hámark. Hann viðurkennir það m.a.s. sjálfur.

Mér finnst eins og ég ætti að vera að búa mig undir afbrýðikast en ég finn ekki fyrir neinni kergju við tilhugsunina um Elías með annarri konu. Það finnst mér stórfurðulegt.

Kuldagallinn

Svo í morgun þegar ég var að klæða mig í kuldagallann, datt mér dálítið skrýtið í hug.

Viðfang giftingaróra minna sagði á blogginu sínu um daginn að besta tilfinning í heimi væri að koma inn úr kuldanum. Auðvitað er það ósköp gott en mér finnst nú tilfinningin samt ekki betri en svo að ég forðast yfirleitt að fara út í miklum kulda að nauðsynjalausu. Það á við jafnt í holdlegum skilningi og tilfinningalegum. Halda áfram að lesa

Snúður kemur í heimsókn

-Merktu mig, segir Elías og faðmar mig að sér
-Merkja þig? Eins og krakkar gera?
-Já, merktu mig með litlum rauðum bletti.
-Oj, það er subbulegt.
-Ég veit, merktu mig. Ég ætla að merkja þig líka, bara ekki þar sem það sést.
-Þú elskar mig.
Hann horfir í augu mín, sposkur.
-Gerirðu það Eva? Elskarðu mig?
-Efastu?
-Neei, já, ég veit það ekki. Þú virðist ekkert sakna mín. Halda áfram að lesa

Verði búð og það varð búð – Ný þáttaröð

Í fréttum er þetta helst:

Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að sofa, borða, blogga og sinna öðrum frumþörfum mínum. Buðum vinum og ættingjum í kaffi í gær og í dag opnar míns eigins ostagerð; fullkomna búðin okkar Eyrúnar seyðkonu; Nornabúðin -hin eina sinnar tegundar á Íslandi, formlega á Vesturgötu 12. Hinn illi Mammon hefur lagt blessun sína yfir oss, dýrð sé honum. Halda áfram að lesa

Sem skiptir öllu máli

-Elska ég þig?
-Ætti ég ekki að spyrja þig að því?
-Elska ég þig eins og á að elska?
-Þú ert góður við mig. Mér líður vel með þér.
-En svarar samt ekki spurningunni?
-Drengur sem ég þekki sagði einu sinni að það hversu mikið maður elskar einhvern ráðist af því hversu heitt maður þráir návist hans.
-Hann á við að ástin sé eigingjörn?
-Hvað heldur þú um það? Halda áfram að lesa

Leyndarmál

-Áttu leyndarmál? segi ég við Elías.
-Allir eiga leyndarmál, svarar hann.
-Ég á ekki við þessi venjulegu leyndarmál sem konur segja bara einum í einu og karlar bara kærustunni sinni eða besta vininum heldur alvöru leyndarmál sem þú segir engum.
-Allir eiga eitt eða tvö svoleiðis.
-Ekki ég.
-Nú lýgurðu.
-Nei, ég lýg ekki. Ég er sögupersóna og sögupersónur eiga ekki leyndarmál.
-Viltu að ég segi þér leyndarmál?
-Já takk.
-Finnst þér þá að þú eigir meira í mér?
-Nei. Þá finnst mér eins og þú sért af mínum heimi, sögupersóna eins og ég. Sem þarf engin leyndarmál. Halda áfram að lesa

Grænblár

Ég hef ekki fengist við ljóðaþýðingar fyrr og var eiginlega að hugsa um að gefa verkið frá mér. Það er svo gott á ensku. Merkingin svo margræð og ég var alveg viss um að mér yfirsæist eitthvað. Búin að skoða margar túlkanir á netinu en vissi að eitthvað vantaði. Stundum er engu líkara en lausnin komi að ofan þótt ég efist um að guðdómurinn standi fyrir því sem kom fyrir mig í þetta sinn. Halda áfram að lesa