Verði búð og það varð búð – Ný þáttaröð

Í fréttum er þetta helst:

Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að sofa, borða, blogga og sinna öðrum frumþörfum mínum. Buðum vinum og ættingjum í kaffi í gær og í dag opnar míns eigins ostagerð; fullkomna búðin okkar Eyrúnar seyðkonu; Nornabúðin -hin eina sinnar tegundar á Íslandi, formlega á Vesturgötu 12. Hinn illi Mammon hefur lagt blessun sína yfir oss, dýrð sé honum.

-Okkars búð og hún er fullkomin. Þetta er eins og gifta sig nema maður losnar við að hafa mann heima hjá sér, sagði spúsa mín Spúnkhildur.

Jamm. Ég hef alltaf verið veik fyrir mönnum sem kunna á höggborvél og Spúnkhildur kann ekki bara á höggborvél, hún er líka búin að smíða vegg handa mér og það gerði hún án þess að hafa í frammi kynferðislega áreitni.

Elías settist á bak sínum blágræna Pegasusi og flaug til fyrirheitna landsins fyrir margt löngu. Ég var bara að leita að ævintýrum -einn enn sem kemur og fer og mig hefur aldrei langað jafn lítið í karlmann. Nú langar mig bara að gera heimilið mitt jafn fallegt og búðina og það mun ég gera. Jafnvel þótt það kosti að ég þurfi að læra á höggborvél.

Best er að deila með því að afrita slóðina