Karl á fimmtugsaldri: Hvað er verið að gera?
Eva: Ég er að drepa tímann með því að hanga á netinu í augnablikinu.
KK: Ertu í vinnunni?
Eva: Nei, þá hefði ég líklega eitthvað annað að gera. Ég ligg heima í einhverri ógeðspest. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað (allt efni)
Karlhatur er ekkert vandamál?
Sálfræðingnum mínum finnst karlhatur mitt ekki vera neitt vandamál. Það sé bara eðlilegt miðað við það sem á undan er gengið.
Ókei, ég get fallist á það. Það er líka eðlilegt að fá sýkingu ef maður fer ofan í drullupoll með opið sár. En er þá ekki einmitt ástæða til að stinga á kýlinu? Halda áfram að lesa
Jónsmessunótt
Spúnkhildur: Eg talaði við Magna og hann getur látið okkur fá það sem okkur vantar i hæfilegu magni.
Eva: Þú hefur semsagt Magnað seið.
Spúnkhildur: Alveg er þetta magnað helviti. Halda áfram að lesa
Um dularfulla rökvísi tegundarinnar
-Ég botna ekki almennilega í tegundinni, sagði hún. Því hefur verið haldið fram að karlar hafi sterkari tilhneigingu til að beita röklegum lausnum en konur treysti meira á tilfinningalegt innsæi en ég sé satt að segja ekki hvernig það kemur heim og saman. Halda áfram að lesa
Einkamál
Af öllu Ísalands samsafni heiladauðra fávita er rjóminn og ljóminn samankominn á vefnum einkamal.is
Þar getur t.a.m. að líta stóran flokk karla sem strax í fyrsta bréfi gefa upp nákvæm mál á lengd og umfangi besefa síns og má af því ráða hversu áhugaverður viðkomandi hlýtur að vera að öðru leyti. Halda áfram að lesa
Prinsessan á bauninni
Klukkan að ganga 10 og enn sefur prinsessan á bauninni.
-Þú ert orðin rúmum klukkutíma of sein, ætlarðu ekkert að fara að tygja þig á fætur?
-Ég get ekki vaknað strax, ég fór svo seint að sofa í gær, muldrar hún og snýr sér á hina hliðina.
Sýnir þetta litla dæmi úr sápuóperu tilveru minnar gildi þess að hafa góðar skýringar á reiðum höndum. Ég er að velta því fyrir mér hvort sé kannski kominn tími á að fjarlægja baunina svo daman og aðrir í fjölskyldunni komist í ró á kristilegum tíma.
Döpur
Ég hef verið svo döpur síðustu vikur þrátt fyrir að vera að vinna að einhverju skemmtilegasta verkefni sem ég hef komið nærri. Í gær var ég að því komin að skunda upp á heilsugæslu og heimta kíló af geðlyfjum.
En nú er fjallið á leiðinni til Múhammeðs og svei mér þá ef endorfíninnspýtingin er ekki komin í gang.
Þetta reddast
-Ég er ekki að biðja þig að nefna tölu sem þú heldur að gleðji mig. Ég vil bara fá upplýsingar um hversu mikið er raunhæft að þið greiðið svo ég viti hversu hátt lán ég þarf að taka til að gera þetta upp. Halda áfram að lesa
Það er sitthvað norn eða flagð
Nú er ég loksins búin að hitta þetta sataníska kvendi sem nágrannarnir hafa talað svo mikið um. Ég játa að í fyrstu hélt ég að útlendingafordómar kynnu að spila inn í umsögn grannanna um Ruslönu (við höfum að hún heiti eitthvað svoleiðis) en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að hún eigi fyllilega skilinn galdurinn sem Spúnkhildur kastaði á hana í morgun. Halda áfram að lesa
Ostagerðargaldur
Búðin okkar er að verða svoooo fín enda þótt við höfum ekki komið nærri eins miklu í verk um helgina og við ætluðum. Halda áfram að lesa
Ekki fyrir veikt fólk að standa í þessu
Mér er næst að halda að megintilgangur þess að halda úti bráðaþjónustu við sjúka og slasaða sé sá að venja fólk af því að leita til læknis á kvöldin og um helgar.
Þegar ég kom heim seint í gærkvöld var heimasætan fárveik, með háan hita og kveinandi af verkjum í baki og brjóstholi, gat varla staðið í fæturna. Reyndar enganveginn ferðafær en ég druslaði henni samt upp á læknavakt -og beið. Halda áfram að lesa
Skógarhöggsmaðurinn kominn í helgarfrí
-Hann spurði hvort við gætum ekki tekið nokkrar spýtur fyrir mömmu í leiðinni, sagði Mæja, dálítið skrýtin á svipinn og opnaði bílinn sem reyndist kjaftfullur af trjám og greinum. Halda áfram að lesa
Fordæði
Skömmu eftir áramót kastaði ég galdri á dusilmenni nokkurt sem var á góðri leið með að drepa vinkonu mína úr leiðindum. Af einhverri illskiljanlegri ástæðu hélt vinkona mín að maðurinn væri ekki eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera. Halda áfram að lesa
Eitt vangavelt
Eitt sem ég velti stundum fyrir mér, án þess að það skipti í sjálfu sér neinu máli:
-Ég held að flest pör stundi sitt samlíf oftar en ekki á kvöldin áður en þau sofna. (Ekki það að ég hafi verulega reynslu af því að tilheyra pari (allavega ekki pari sem stundar kynlíf neitt að ráði) en mér hefur sýnst þetta svona á sjónvarpsþáttum.)
-Þótt Íslendingar séu illa kristnir er samt fullt af fólki í veröldinni sem er mjög trúað og hefur fyrir venju að fara með kvöldbæn, eða jafnvel ræða svona kumpánlega við almættið um landsins gagn og nauðsynjar. (Ég hef lesið það í bók.) Halda áfram að lesa
Sem skiptir öllu máli
-Elska ég þig?
-Ætti ég ekki að spyrja þig að því?
-Elska ég þig eins og á að elska?
-Þú ert góður við mig. Mér líður vel með þér.
-En svarar samt ekki spurningunni?
-Drengur sem ég þekki sagði einu sinni að það hversu mikið maður elskar einhvern ráðist af því hversu heitt maður þráir návist hans.
-Hann á við að ástin sé eigingjörn?
-Hvað heldur þú um það? Halda áfram að lesa
Rangur misskilningur
-Mér liggur nú við að halda að hatur þitt á þessum fugli risti ekki eins djúpt og þú vilt vera láta. Allavega getur ekki verið auðveldara að gera þetta með hann nartandi í andlitið á þér, sagði Elías og glotti.
Mér þótti nokkuð að heiðri mínum sem alræmdrar freðýsu vegið. Halda áfram að lesa
Draumfarir
Mig dreymir aldrei neitt. Þ.e.a.s. ég man aldrei drauma nema þá bara einhverja samhengislausa vitleysu. Sálan sagði að ég skyldi samt reyna að leggja drauma mína á minnið og ég hef virkilega staðið mig vel í því að rifja þá upp um leið og ég vakna. Halda áfram að lesa
Hlustaðu
Æ, elskan.
Þú myndir segja honum það allt. Hvernig þér líður og hvað þú hugsar. Frá fiðrildum og silfurskottum og ostinum og öllu því.
Þú myndir segja honum það allt en þú reiknar ekki með að hann hafi áhuga á því. Halda áfram að lesa
Ekki alveg
Ostur var það nú ekki heillin, ekki í bókstaflegri merkingu allavega.
Þetta með ostinn er vísun í söguna „Hver tók ostinn minn?“
Sagan greinir frá viðbrögðum músanna þegar þær uppgötva einn góðan veðurdag að osturinn þeirra er næstum því búinn. Þær þurfa að taka ákvörðun um það hvort þær eiga að fara á stúfana að leita að meiri osti og bíta jafnvel í sig kjark til að bragða á tegundum sem þær þekkja ekki eða hvort þær ætla að sitja úti í horni og nöldra „hver tók ostinn minn?“
Ég er sumsé búin að eignast ostagerð. Í bókmenntalegri merkingu.
Liggaligga lá.
Osturinn fundinn – Ný þáttaröð
Spúnkhildur fann ostinn minn! Jess!
Húsnæðið hentar fullkomlega og Listamaðurinn bauð af sér góðan þokka. Fyrir mína parta var það steinslípunarvélin sem gerði útslagið. Tákn frá góðvættum goðheima um að okkur væri beinlínis ætlað að kynnast þessum manni og nota húsið hans.
Fáum afhent annað kvöld og þar með er einni af stærstu hindrununum rutt úr vegi.
Nú þarf ég bara að græja slatta af peningum, vinna eins og geðsjúklingur, galdra eins og vindurinn og þar með er ostagerðin komin á koppinn.
Launkofinn opnar 1. ágúst.