Karlhatur er ekkert vandamál?

Sálfræðingnum mínum finnst karlhatur mitt ekki vera neitt vandamál. Það sé bara eðlilegt miðað við það sem á undan er gengið.

Ókei, ég get fallist á það. Það er líka eðlilegt að fá sýkingu ef maður fer ofan í drullupoll með opið sár. En er þá ekki einmitt ástæða til að stinga á kýlinu?

Hún er karlhatari sjálf. Held ég. Þori kannski ekki alveg að fullyrða að einhver önnur hefði gott af að hitta hana en mig langar í eintak af tegundinni sem ég fyrirlít  og þessi meðferð er ekki að hjálpa til.

Ég þrái gott samband og hvert sinn sem það blasir við, eyðilegg ég möguleikann á því með tortryggni. Ég byrja á því að leita að öllum hugsanlegum göllum í fari mannsins og hef lagst svo lágt að stunda persónunjósnir. Og þetta finnst henni bara skynsamlegt.

Ég hallast æ meir að því að það sé hún en ekki ég sem er klikkuð.

Best er að deila með því að afrita slóðina