Spúsa mín seyðkvendið fór á sínum fjallabíl á Snæfellsnesið, magnaði þar seið einn mikinn (eða seyð, maður veit ekki alveg þegar hún er annars vegar) og gól í tunglfyllingu. Sneri til baka með fulla vasa af grjóti, m.a. tvo óskasteina sem hún færði mér að gjöf. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað (allt efni)
Spádómar Pysjunnar
Í hvert sinn sem ég hef rætt áform mín um að fara út í fyrirtækjarekstur hafa vinir og vandamenn látið eins og ég sé að bjóða mig fram sem tilraunadýr fyrir kókaínframleiðendur. Alveg þar til ég sagði þeim að ég væri að opna nornabúð, þá allt í einu urðu allir svona líka jákvæðir og tilbúnir til að peppa mig upp á allan máta.
Nema sonur minn Pysjan. Hann er búinn að spá mér meiri hrakförum og eymd en allir hinir hafa gert samanlagt síðustu 10 árin. Hann kemur heim úr sveitinni á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum líst á.
Gandálfur kemur í heimsókn
Á morgnana hefur það oft gerst að fólk rjálar eitthvað við hurðina jafnvel þótt standi skýrum stöfum að búðin sé lokuð. (Við opnum ekki fyrr en kl. 14) Venjulega sinni ég því ekkert en í fyrradag var barið svo hraustlega á gluggann að ég hlaut að taka eftir því. Halda áfram að lesa
Fyrr má nú selja en selja upp
Tímamögnunargaldurinn virkar! Ég var farin að halda að hann væri eitthvað gallaður en nú er komið í ljós að hann er ekki bara í lagi heldur mun öflugri en ég þorði að vona. Halda áfram að lesa
Dram
Dramatíkin hófst handa við það strax í gærkvöld að reyna að eyðileggja helgina og hefur haldið þeim tilraunum áfram í dag. Greyið. Eins og lítill kjölturakki sem getur gjammað á kött út um gluggann en þorir ekki að reka upp bofs þegar hún stendur frammi fyrir alvöru tík. Mér finnst satt að segja hálf neyðarlegt að sjá hana reyna að vera merkilega með sig þegar staðreyndin er sú að enginn tekur fýlunni í henni alvarlega.
Hverjum skyldi það vera að kenna?
-Hann er nú meiri drulludelinn að hlaupast svona undan ábyrgð, dæsti Dramatíkin greinilega reiðubúin að hefja langar og innihaldsríkar samræður um vammir og skammir náungans. Halda áfram að lesa
Ófyrirsjáanlegt vandamál
Sem spákonur miklar vorum við búnar að sjá fyrir ýmis vandamál. Það hafði þó ekki hvarflað að okkur að skuldafælurnar myndu seljast upp strax á öðrum degi. Að vísu erum við ákaflega hamingjusamar yfir því „vandamáli“ en í augnablikinu veit ég ekki alveg hvernig ég á að búa til tíma til að sinna bókhaldi Uppfinningamannsins og öðrum verkefnum sem ég hef tekið að mér. Halda áfram að lesa
Fávitafælan
Nánast allir sem hafa komið í Nornabúðina hafa kolfallið fyrir Fávitafælunni. Nema bróðir minn Mafían. Ég held að honum finnist dálítið ljótt af mér að hafa útbúið þennan litla, einfalda, neytendavæna galdur.
Galdur
Ég held að gæfugaldurinn sem ég framdi á ákveðnum ungum manni fyrir ca 7 mánuðum hafi haft tilætluð áhrif. Allavega lítur áran hans ekki lengur út eins og hann sé að veslast upp innan frá og hann er þegar búinn að taka tvö af þeim þremur örlagaríku skrefum sem þarf til að hann nái þeim árangri að lifa sæmilega innihaldsríku lífi. Mér sýnist hann vera tilbúinn í það þriðja. Verst hvað trúin þvælist fyrir honum. Eins og reyndar flestum. Halda áfram að lesa
Verði búð og það varð búð – Ný þáttaröð
Í fréttum er þetta helst:
Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að sofa, borða, blogga og sinna öðrum frumþörfum mínum. Buðum vinum og ættingjum í kaffi í gær og í dag opnar míns eigins ostagerð; fullkomna búðin okkar Eyrúnar seyðkonu; Nornabúðin -hin eina sinnar tegundar á Íslandi, formlega á Vesturgötu 12. Hinn illi Mammon hefur lagt blessun sína yfir oss, dýrð sé honum. Halda áfram að lesa
Af annmörkum ástargaldurs
Viðfang giftingaróra minna hefur opnað bloggsíðu aftur. Nú eru liðin meira en 2 ár síðan ég bað hans í bundnu máli. Þ.e.a.s. ef við yrðum bæði á lausu eftir 7 ár. Núna eru það bara tæp 5 ár og ekkert sem bendir til þess að ég verði gengin út að þeim tíma liðnum. Halda áfram að lesa
Af Píplaugi hinum kvenþreifna
Píplaugur hinn kvenþreifni er að eigin sögn mjög sérstakur maður. Ég tók í spaðann á honum og sýndi honum aðstæður og innan 2ja mínútna var hann búinn að koma því að hann væri skilinn við konuna sína og búinn að ganga óvart utan í mig þrisvar sinnum í þessu 40 fermetra herbergi. Ég fékk strax á tilfinninguna að hann hefði megnið af hugmyndum sínum um starfssvið pípulagningarmanna úr klámmyndum því hann virtist ekki sjá neinn mun á niðurfalli og vatnsinntaki og sagðist ekki geta byrjað fyrr en Pípmundur hinn góði væri mættur. Ég bauð honum kaffi af kurteisi minni á meðan við biðum eftir meistaranum. Kannski hefur hann skilið það sem merki um að ég væri haldin bráðabrókarsótt. Allavega sagði hann mér alveg í óspurðum fréttum að hann hefði ekki kennt kvenmanns í 14 mánuði. Halda áfram að lesa
Uppsöfnuð sápa síðustu viku
1. Pípmundur hinn góði náði með ódýrleik sínum að bræða kalið Mammonshjarta Spúnkhildar. Hjartahlýja Spúnkhildar í garð Pípmundar hins góða olli aftur umtalsverðri taugadrullu amlóða nokkurs sem virðist telja dyggðugri konu best sæmandi að láta sauma saman á sér langrifuna þegar ojminginn í lífi hennar tekur sálarfróun sjálfvalinnar eymdar fram yfir hana. Halda áfram að lesa
Kukl
-Hvað ertu eiginlega að gera? spurði Elías
-Útbúa dræsugaldur, svaraði ég.
-Dræsugaldur???
-Já, þessir hlutir sem þú sérð hér á borðinu eru notaðir til að galdra vörtur, líkamshár og fleira ógeðsbögg á dræsur sem manni er illa við, útskýrði ég og kepptist við að sauma. Halda áfram að lesa
Baráttan við Bakkus
Sápuópera tilveru minnar er sennilega í sumarfríi. Allavega hefur nákvæmlega ekkert frásagnarvert gerst í lífi mínu í meira en viku og það sem gerðist þá er ekki við hæfi á síðu sem viðkvæmar sálir kunna að rekast inn á af tilviljun (eða heimsækja reglulega án þess að viðurkenna það). Halda áfram að lesa
Í fréttum er þetta helst
Í gær varð Spúnkhildur ástfangin. Hann heitir Píplaugur og er hobbiti. Flagðið Russlana hefur að vísu reynt að koma í veg fyrir að með þeim takist ástir en fyrir einarða eljusemi Spúnkhildar standa vonir til þess að þær fyrirætlanir hlaupi í ullhærða vörtu á nefi Ruslu sjálfrar.
Bráðum kemur betri tíð með heilt gróðurhús af peningablómum.
Dýrð sé Mammóni, drottni vorum sem hefur frelsað oss frá yfirdrætti og vísa.
Ástargaldur
Ljúflingurinn sem elskar mig er svosem ágætis maður, af karlmanni að vera, en gallinn er sá að hann á konu sem er þokkalega heil á geðsmunum, af konu að vera. Mér finnst gaman að vera elskuð en hef stagast á því síðasta árið að ég kæri mig ekki um að verða hjákona hans. Það þykir honum leiðinlegt. Allavega sýndi hann gífurlegan áhuga á því að hafa mig sem frillu alveg þar til í síðustu viku. Halda áfram að lesa
Skurðgrafa
-Stundum líður mér eins og ég sé lítil skurðgrafa sem kemur tönninni aldrei lengra en 30 cm niður í jarðveginn án þess að rekast á aðeins of stóran stein, sagði Drengurinn sem flytur fjöll.
-Yndið mitt, ég veit alltof vel hvað þú átt við en staðreyndin er nú samt sú að þú hefur hingað til ekki látið nokkurn stein stoppa þig í því að flytja fjallið þitt þangað sem þér bara sýnist.
The insect perspective is modest and quite valuable,
like brown rubies.
Furumflumm
-Veistu hvernig er hægt að nota gemsa sem njósnatæki án þess að nokkur verði var við það? spurði unglingurinn sem langar að verða krimmi þegar hann er orðinn stór.
-Já, ég veit það en ég er algerlega á móti persónunjósnum svo ég myndi ekki gera það þótt það væri minna vesen en það er, svaraði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
-Ekki ég heldur, ég er ekkert að pæla í að nota hann, þetta er bara fræðilegur áhugi, laug hinn. Halda áfram að lesa
Ammlis
Byltingamaðurinn og Sykurrófan færðu mér Haukslegustu afmælisgjöf sem ég hef nokkurntíma fengið. Ávaxtakörfu, þ.e.a.s. ruslakörfu fulla af ávöxtum.
Spúnkhildur færði mér eiginhandaráritun frá goðinu mínu og pabbi er loksins búinn að samþykkja nafnið mitt; kom með peningaumslag og fyrirmæli um að ég mætti ekki eyða þeim peningum í krakkana, heimilið eða fyrirtækið heldur bara í sjálfa mig. Hann setti Evunafnið sem seinna nafn utan á umslagið. Fátt hefði getað glatt mig meira.