Ammlis

Byltingamaðurinn og Sykurrófan færðu mér Haukslegustu afmælisgjöf sem ég hef nokkurntíma fengið. Ávaxtakörfu, þ.e.a.s. ruslakörfu fulla af ávöxtum.

Spúnkhildur færði mér eiginhandaráritun frá goðinu mínu og pabbi er loksins búinn að samþykkja nafnið mitt; kom með peningaumslag og fyrirmæli um að ég mætti ekki eyða þeim peningum í krakkana, heimilið eða fyrirtækið heldur bara í sjálfa mig. Hann setti Evunafnið sem seinna nafn utan á umslagið. Fátt hefði getað glatt mig meira.

Best er að deila með því að afrita slóðina