Spádómar Pysjunnar

Í hvert sinn sem ég hef rætt áform mín um að fara út í fyrirtækjarekstur hafa vinir og vandamenn látið eins og ég sé að bjóða mig fram sem tilraunadýr fyrir kókaínframleiðendur. Alveg þar til ég sagði þeim að ég væri að opna nornabúð, þá allt í einu urðu allir svona líka jákvæðir og tilbúnir til að peppa mig upp á allan máta.

Nema sonur minn Pysjan. Hann er búinn að spá mér meiri hrakförum og eymd en allir hinir hafa gert samanlagt síðustu 10 árin. Hann kemur heim úr sveitinni á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum líst á.

Best er að deila með því að afrita slóðina