Sonur minn Byltingamaðurinn:
Ég held að heimurinn yrði betri ef allir væru eins og ég.
Að vísu yrði frekar mikið drasl í honum.
Á hinn bóginn liti enginn á það sem vandamál.
Sonur minn Byltingamaðurinn:
Ég held að heimurinn yrði betri ef allir væru eins og ég.
Að vísu yrði frekar mikið drasl í honum.
Á hinn bóginn liti enginn á það sem vandamál.
Ég kemst ekki inn á bloggsíðuna mína (þ.e.a.s. síðuna sem birtist a blogspot.) Aðrar blogspot síður koma upp en mín er bara hvít. Fékk andartak hland fyrir hjartað því ég á ekki afrit af þessum textum og ég hugsa að ég sæi eftir nokkrum þeirra ef kæmi í ljós að síðan væri bara horfin. Ég get allavega afritað þá ennþá, það kom í ljós þegar ég reyndi að komast inn á ritsíðuna (blogger) eða hvað sem það heitir á íslensku).
Það er nú mannsins eðli að álíta sjálfan sig áhugaverðusta einstakling á jarðríki. Flestir hafa mikla þörf fyrir að tala um sjálfa sig (annars þrifust ekki allar þessar bloggsíður) og sumir eiga svolítið erfitt með að átta sig á því að allir hinir hafa þessa sömu þörf fyrir að tjá sig um sjálfa sig. Mikilvægasta orð í heimi er „ég“. Halda áfram að lesa
Gerast nú dröm mikil í þeim þáttum sápuóperu tilveru minnar sem eigi er birtingarhæf í bloggheimum. Hef þegar varið 30 mínútum af þessum morgni í að reyna að leiða möppudýrum kerfisins fyrir sjónir þau voðaverk sem eru í uppsiglingu en spádómsgáfa mín er að engu höfð.
Ég hef aldrei gert alvarlega tilraun til veðurgaldurs en mun nú beita mér af öllu afli fyrir því að aðfaranótt 10. janúar gangi fellibylur yfir Keflavíkurflugvöll.
Urr.
Ég var að reyna að skrá mig á námskeið hjá Kramhúsinu en tekst ekki að senda skráninguna og enginn svarar síma.
Afródansar eru kenndir á laugardögum sem hentar mér enganveginn, svo ég skráði mig í magadans. Held reyndar að það sé ekki fljótleg leið til að auka úthald en öll hreyfing er betri en engin og þetta hlýtur þó að vera aðeins erfiðara en jóga. Auk þess er minni hætta á að mér finnist magadans leiðinlegur og markmið númer eitt er nú einmitt að leiðrétta þá skoðun að ég sé bara ekki þessi týpa sem hoppar. Kannski árangursríkara að velja eitthvað sem samræmist því þótt það skili ekki tígrisdýrslungum fyrir páska.
Reyndar kostar þetta aðeins meira en ég hafði hugsað mér að setja í viðhorfssnúninginn en ég hef náttúrulega allra síst efni á því að eyðileggja dæluna með notkunarleysi.
Er búin að skoða netsíður með námskeiðum. Það hlýtur bara að vera til einhver leikur eða íþrótt sem ég get haft gaman af. Það væru ekki til svona margar íþróttir ef líkamleg áreynsla væri í eðli sínu leiðinleg svo það hljóta að vera mín viðhorf sem eru eitthvað gölluð.
Ekkert af því sem er í boði vekur áhuga minn enda finnst mér fátt ógeðslegra en að finna svitatauma renna niður með síðunum (set það í sama ógeðsflokk og að þrífa öskubakka eða ælu.)
Ég er samt ákveðin í að finna eitthvað sem ég hef gaman af, svo þetta verði ekki bara íþyngjandi þriggja mánaða skylduræknisátak og svo ekki söguna meir. Hugsa að lendingin verði Afródans. Hann er allavega fyndinn.
Narnía stóð alveg undir væntingum. Ekki stórvirki kannski en alveg ágætis fjölskylduafþreying.
Mér fannst hvíta nornin frábær, jólasveinninn talsvert meira sannfærandi en kókakólaskrípið og sleppti því alveg að segja hohohó, hugmyndin um börnin sem holdgervinga frumefnanna kemst vel til skila og bardagaatriðin voru ekki óþolandi löng.
Drengurinn sem lék Edmund stendur upp úr af systkinunum sem „svipbrigðaleikari“ þótt þau hafi öll komist mjög vel frá sínum hlutverkum. Það er kannski bara af því að hans hlutverk gerir mestar kröfur að því leyti að hann þarf oft að sýna hugsanir með svipbrigðum fremur en með að koma þeim til skila með orðum, raddblæ og líkamstjáningu. Ég spái því allavega að honum verði boðin töluvert krefjandi hlutverk í framtíðinni.
Ég hringdi í Manninn sem vill ekki eiga brauðrist með konunni sinni.
-Eru þunnur?
-Ekki lengur.
-Eitthvað planað í kvöld?
-Nei.
-Viltu skiptast á líkamsvessum við mig?
-Oj!
-Oj, er það persónulegt gagnvart mér eða ertu bara ekki í stuði?
-Þú hefur allavega orðaforðann til að kippa manni úr stuði. Djöfull skal ég veðja að þú ert í hjúkkubúningi.
-Nei, ég er bara í gallabuxum og bol, ég lofa.
-Eigum við að þá að fara eitthvað út?
-Út?
-Já. Við höfum aldrei farið neitt út saman.
-Af hverju ættum við að fara út saman?
-Fólk sem sefur saman fer stundum líka út saman.
-Elskan, við sofum ekki saman. Við skiptumst á líkamsvessum. Finnst þér það ekki nóg?
Hann þagði smá stund. Ráðlagði mér síðan að fara til sálfræðings, í frekar pirruðum tón. Lagði svo á án þess að kveðja.
Mikið er gott að eiga jólafrí. Ég ætla alltaf að eiga jólafrí hér eftir.
Ég var næstum búin að gleyma hvað mér finnst notalegt að elda þegar ég hef nógan tíma til þess. Hef hitt fullt af fólki sem ég eyði sjaldan tíma með, búin að lesa 3 bækur og liggja í suduko og krossgátum. Halda áfram að lesa
Árið 2006 ætla ég að losa mig við það viðhorf að öll hreyfing sem reynir á hjarta og lungu gegni eingöngu því hlutverki að viðhalda líkamanum en sé í eðli sínu leiðinleg. Halda áfram að lesa
Aðdáendendaklúbburinn bauð mér í leikhús í kvöld. Ausa og Stólarnir. Ég hafði mjög gaman af Stólunum en Ausa er algert meistaraverk. Ilmur Kristjánsdóttir er … mér er orðvant og það gerist ekki oft; ég hef aldrei, aldrei séð annan eins einleik. Það vera allir að sjá þessa sýningu -það er skipun! Halda áfram að lesa
Ég er ekki símaglöð kona. Ég lít á síma sem öryggis og upplýsingatæki, ekki afþreyingartæki. Þeir sem vilja halda uppi einhverjum félagslegum samskiptum við mig verða bara vessgú að koma í heimsókn eða í versta falli hringja og segja hratt skýrt og skorinort, geturðu hitt mig á kaffihúsi í kvöld, ókei, bæ, sjáumst. Þetta vita allir sem þekkja mig. Nema sumir. Sumir bara ná þessu ekki. Halda áfram að lesa
Á þeim tíma var margt öðruvísi, eiginlega allt. Nema sumt. Það breytist ekki.
-Það er svo skrýtið að dauðinn er það skiljanlegasta af þessu öllu, sagði ég við Carmen og heyrði að enskan mín var farin að smitast af spænska hreimnum hennar. Sagði henni svo að þótt hann væri dáinn væri ég í rauninni ekkert sorgmæddari en ég hafði orðið í öll skiptin sem við slitum sambandinu og að ég hefði dálítið samviskubit vegna þess. Halda áfram að lesa
Anna.is bauð mér í mat. Kjúkling að hætti Langa Sleða. Við sátum að sumbli fram á nótt og tókst, með því að halda okkur stíft við efnið og hvetja hvor aðra til dáða, að ljúka hálfri raunvínsflösku. Halda áfram að lesa
Og eftir öll þessi ár hef ég ekki hugmyndaflug til að velja handa honum gjöf sem segir eitthvað sem skiptir máli. Halda áfram að lesa
Það var eitthvað við snertinguna, fingurgómum strokið eftir hnakkanum upp í hársrætur; ég tók þétt um hönd hans.
-Þetta máttu ekki gera, sagði ég.
-Hvað þá?
-Snerta mig á þennan hátt. Svona snertast bara elskendur. Halda áfram að lesa
-Var gaman hjá Tannlækninum? spurði Spúnkhildur.
Ég er blessunarlega laus við tannlæknafóbíu en þótt Tannsteinn sé í senn hraðvirkur, vandvirkur og nærgætinn, hef ég aldrei tengt þessar stundir í stólnum hjá honum við sérstaka skemmtan. þekki heldur engan annan sem myndi spyrja svona. Halda áfram að lesa
Þegar ég kom frá Tannsteini stóð Fjölvitinn á miðju búðargólfinu og fræddi Spúnkhildi á dásemdum stærðfræðinnar og fjölda dropanna í sjónum. Fór mikinn. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara en hann tók nú samt eftir mér og krafðist þess að fá að fremja á mér skyndiheilun. Lagði svo yfir mig hendur og opnaði fyrir mér fjórðu víddina. Halda áfram að lesa
Ég hef ekki séð margar leiksýningar sem væri ekki hægt að setja eitthvað út á en þótt ég geti verið mjög dómhörð gagnvart skáldsögum finn ég sjaldan löngun til að benda á það sem betur mætti fara í leikhúsi. Ætla því ekki að tíunda það sem ég hefði viljað sjá Borgarleikhúsið gera á annan hátt í uppsetningu sinni á Sölku Völku, bara benda öllum leikhússunnendum og Halldórsunnendum á að mæta. Halda áfram að lesa
Af og til, síðustu 13 árin eða svo, hef ég orðið upptekin af áformum mínum um að giftast doktorsnefnunni, sem af einhverjum dularfullum orsökum hefur aldrei verið til viðræðu um þann möguleika. Kannski er hann „innst inni“, nógu rómantískur til að halda að gott samband byggist á hjartsláttartruflunum. Eða hann heldur að jafn biluð kona og ég hljóti að vera erfið í sambúð. Eða hann heldur að konur séu almennt erfiðar í sambúð. Það er sennilega rétt ályktað hjá honum. Ef það er þá það sem hann heldur. Halda áfram að lesa