Kvenhetjur í barnaefni – hafa fjölmiðlar áhrif?

disney

Fjölmiðar móta okkur. Hljóta að gera það. Fyrirtæki myndu ekki verja skrilljón trilljónum í auglýsingar ef þær skiluðu ekki hagnaði. Við sjáum líka áhrif kvikmynda og annarra miðla á það hvaða vörur ná vinsældum. Disney þetta Disney hitt, bleikt með glimmer fyrir stelpur og eitthvað öllu töffaðra fyrir stráka. Halda áfram að lesa

Oooo … svo mikil dúlla

Ég er smávaxin, ljóshærð, geng oftast í pilsi eða kjól, nota blúndur, pífur og bjarta liti (nema þegar ég er í nornargírnum). Ég finn til mín þegar karlmenn segja mér að ég sé falleg. Mér finnst móðurhlutverkið vera merkilegasta starf í heimi og eins þakklát og ég er feministum fyrir baráttu sína fyrir menntun kvenna og valkostum, tel ég að kvenfrelsishreyfingin hafi gert stór mistök með því að gefa konum þau skilaboð að kona sem kýs að vera heimavinnandi sé ósjálfstæð, metnaðarlaus, kúguð og yfirhöfuð frekar aumkunarverð. Ég fæ fiðring í hjartað þegar ég sé karlmann handleika borvél eða önnur verkfæri og finnst gott að láta karlmann leiða mig eða leggja arm yfir axlir mínar í mannmergð. Ég teikna bleika blómasveiga utan um minnislistana mína og skreyti heimili mitt með brúðum, dúkum, púðum og sætum mokkabollum. Ég reikna með að það sé þetta sem fær þá sem þekkja mig ekki til að kalla mig dúllu eða krútt. Mér líkar það stórilla.

Halda áfram að lesa

Fermingarklám

smaralind

Skilaboð klámframleiðenda til ungra stúlkna:

-Ef þú ert flott og vilt fá staðfest að þú sért sexý, skaltu brosa þegar þér er boðið að koka sköndul á stærð við ljósastaur, láta herskara ljótra karla riðlast á þér, beygja þig fram og biðja um meira.
-Ef þú ert ekki flott en vilt gjarnan vera sexý samt, skaltu brosa þegar þér er boðið að koka sköndul á stærð við ljósastaur, láta herskara ljótra karla riðlast á þér, beygja þig fram og biðja um meira.
-Kynþokkafullar konur eru til í ALLT, ALLTAF með ÖLLUM:

Halda áfram að lesa

Vælið í forræðislausum feðrum

bidÓttalega leiðist mér vælið í forræðislausum feðrum sem halda því fram að mömmurnar banni þeim að umgangast börnin sín. Mér finnst sjálfsagt að vekja athygli á vanda þeirra feðra sem eru raunverulega hindraðir í því að vera með börnum sínum en á köflum minnir málflutningur forræðislausra feðra á baráttuaðferðir feminista.  Halda áfram að lesa