Fermingarklám

smaralind

Skilaboð klámframleiðenda til ungra stúlkna:

-Ef þú ert flott og vilt fá staðfest að þú sért sexý, skaltu brosa þegar þér er boðið að koka sköndul á stærð við ljósastaur, láta herskara ljótra karla riðlast á þér, beygja þig fram og biðja um meira.
-Ef þú ert ekki flott en vilt gjarnan vera sexý samt, skaltu brosa þegar þér er boðið að koka sköndul á stærð við ljósastaur, láta herskara ljótra karla riðlast á þér, beygja þig fram og biðja um meira.
-Kynþokkafullar konur eru til í ALLT, ALLTAF með ÖLLUM:

Skilaboð ofstækisteprunnar til ungra stúlkna:
-Ef þú notar hælaháa skó, er það merki um að þú hafi tekið ákvörðun um að gerast vændiskona eða í það minnsta klámstjarna.
-Ef þú beygir þig í mjöðmum þegar þú tekur til í barnaherberginu (í stað þess að leggja erfiðið á hryggsúluna, let´s face it, unglingar beygja sig ekki í hnjánum) þá er það merki um að þú viljir láta næsta mann (eða alla á staðnum) ríða þér aftan frá. Helst í barnaherberginu.
-Ef þú brosir með opinn munninn, er það merki um að hverjum sem er sé velkomið að troða tittlingnum niður í vélindað á þér.
-Stúlkur sem láta stilla sér upp til myndatöku eru til í ALLT, ALLTAF með ÖLLUM.

Kannski þarf að bæta nokkrum tepruboðorðum við fermingarfræðsluna:
-Þú skalt ekki klæðast fullorðinsfötum eða sýna nokkur önnur merki þess að þú lítir á sjálfa þig sem kynveru.
-Þú skalt ekki beygja þig. Allavega ekki um mjaðmaliðina.
-Þú skalt ekki hlæja, allavega ekki í barnaherbergjum eða á öðrum stöðum þar sem pervertar gætu leynst.

Sorrý Stína en af tvennu illu þá er ég bara ekki frá því að skilaboð klámhundanna séu skárri ef eitthvað er.

 

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Fermingarklám

 1. ———————————————–

  „Eldsnemma að morgni“
  humm mig langar að sjá hana 🙂 🙂 og ég sé ekkert klám á forsíðuni hjá smára lind 🙂 sumir eru bara smá klikk

  Posted by: Kalli | 9.03.2007 | 11:54:08

  ————————————————-

  það þarf nú bara að taka til í höfðinu á þessum doktor, sé nákvæmlega ekkert klám á þessari mynd.

  Posted by: baun | 9.03.2007 | 13:07:42

  ————————————————-

  Það var ekki tilviljun að Kjartan Már Magnússon var fenginn til að taka þessar myndir fyrir fermingarblað Smáralindar. Hann hefur getið sér gott orð fyrir há-tískuljósmyndir. Svo er hann einn fárra íslendinga sem unnið hefur fyrir Playboy Magazine. Hann kann til verka strákurinn og veit hvað er sexy og hvað ekki. Þeir sem ekki vilja viðurkenna hvað þarna er á ferð eru væntanlega hamingjusamlega blindir á klæki tískuheimsins.

  Posted by: SG | 9.03.2007 | 14:48:46

  ————————————————-

  Held að þessi frétt nái þessu alveg upp á punkt og prik.

  http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=3763

  Posted by: GVV | 9.03.2007 | 15:44:10

  ————————————————-

  Jújú, ef maður hefur unnið fyrir Playboy, þá hlýtur auðvitað allt sem viðkomandi kemur nálægt að bera keim af klámi æ síðan. Það segir sig náttúrulega sjálft.

  Posted by: Eva | 9.03.2007 | 18:03:49

  ————————————————-

  Mér finnst athyglisvert hvað Guðbjörg Kolbeins hefur hlotið hörð viðbrögð við ummælum sínum um forsíðumynd Smáralindarblaðsins. Að mínu áliti endurspeglar það hversu samdauna fólk er orðið því að stúlkur/konur séu í erotískum stellingum í auglýsingum. Mér finnst það afar ósmekklegt og líka það hvernig Guðbjörgu hefur verið úthúðað fyrir að segja skoðun sína. Í fyrirsögn í Blaðinu var hún kölluð „Frú Kolbeins“ í háðungarskyni og fólk segir að hún sé klikkuð. Mér finnst líka óþarfi að bendla þessa fermingarstúlku við umfjöllunina, þetta snertir ekki hennar persónu, hún gerir bara eins og henni er uppálagt af ljósmyndaranum sem er sagður hafa góða æfingu í svona myndum frá Playboy. Ég vona að þessi umræða verði til þess að vekja fólk til umhugsunar í framtíðinni og minni á að stundum þarf að tala umbúðalaust svo að eftir því sé tekið eins og Guðbjörg Kolbeins gerði.

  Posted by: Ragnhildur Karlsdóttir | 9.03.2007 | 22:37:10

  ————————————————-

  Þessi stelling er ekki einu sinni erótísk. Þegar klámmyndir sýna konur teknar aftan frá er hryggurinn beinn eða jafnvel fattur, hnén rétt og rassinn út í loftið, munnsvipurinn munúðarfullur en alls ekki gáskafullur og augun oftast hálflukt.

  Ég hef ekki séð EINA klámfenga ljósmynd með sömu líkamsstöðu og á Smáralindarauglýsingunni,auk þess sem fatnaðurinn minnir mun meira á Línu Langsokk en erótískar ímyndir.

  Posted by: Eva | 9.03.2007 | 22:45:08

  ————————————————-

  Stormur í vatnsglasi. Frú Kolbeins er eflaust ekki klikkuð en hún á ýmislegt sameiginlegt við móðursjúkar barnalands nöldurskjóður.

  Posted by: Gillimann | 9.03.2007 | 23:06:39

  ————————————————-

  Hvað með fermingastrákana, þeir eru alveg skildir út undan.

  Hvernig geta þeir sent þau skilaboð út í samfélagið að þeir séu tilfinningalausar kynlífsvélar sem vilji bara hanga niðrí bæ og láta ríða sér?

  Posted by: KGB | 10.03.2007 | 11:40:05

  ————————————————-

  Er hægt að sjá þessa mynd einhvers staðar (fyrir þá sem búa ekki á Íslandi)?

  Posted by: Þorkell | 11.03.2007 | 23:28:37

Lokað er á athugasemdir.