Tilefni þessarar pistlaraðar eru ítrekuð ummæli um að ég sé að gera feministum upp skoðanir. Ætlun mín er að gera í eitt skipti fyrir öll grein fyrir því á hverju ég byggi hugmyndir mínar um markmið hreyfingarinnar. Í fyrri pistlum hef ég bent á dæmi um það hvernig kvenhyggjufólk er að koma á nýju kennivaldi, m.a. með því að koma áróðri sínum inn í barna- og unglingaskóla. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Jafnréttisfræðsla er byggð á pólitískri hugmyndafræði
Á sama tíma og efahyggjufólk berst fyrir því að koma trúboði þjóðkirkjunnar út úr barna-skólum, berjast feministar fyrir því að koma sínu trúboði inn í skólana undir merkjum jafnréttisfræðslu. Og hverjir eru þessir feministar? Því er svarað á vefsíðu Femínstafélags Íslands: Halda áfram að lesa
Kynjafræðin þjónar kennivaldinu
Hvernig veit ég að femnistar vilja stjórna umræðu um kynjamál? Ég veit það af því það er auðvelt að sjá í gegnum þá. Meira að segja „fræðimennska“ þeirra virðist hafa þann megintilgang að innleiða þá trú að konur séu allstaðar undirokaðar, einnig í Vestrænum samfélagögum, hið óljósa „feðraveldi“ sé orsök alls ills og klámvæðingin helsta aðferð þess til að viðhalda sjálfu sér. Halda áfram að lesa
Kennivald kvenhyggjunnar
Ég lofaði pistlaröð um það hvernig ég viti hvað femnistar eru að hugsa og hér kemur sá fyrsti. Halda áfram að lesa
Lygin í klámlöggunni
Gúggull þekkir þig. Hann veit hvað þú vilt sjá. Gail Dines heldur því fram að í „hinni dæmigerðu klámmyndasenu“ séu þrír kallar að hamast á sömu konunni, kvelja hana, hárreyta, lemja hana, niðurlægja og nauðga henni í öll líkamsop samtímis, oft þannig að þjáningin lýsi af henni og í sumum tilvikum kasti hún upp. Halda áfram að lesa
Hvernig veit ég hvað femínistar hugsa?
Af og til fæ ég þá spurningu frá kvenhyggjusinnum, hvernig ég viti eiginlega hvað feministar séu að hugsa. Þessar spurningar koma í kjölfar umræðna þar sem ég tala um að dólgafeminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði* og snúist að verulegu leyti um eftirtalið: Halda áfram að lesa
Dræsunni ekki boðið til umræðunnar – frekar en venjulega
Í dag standa þrjú ráðuneyti að klámráðstefnu í Reykjavík. Engum sem vinnur í klám og kynlífgeiranum var boðið að tjá sig. Ástæðan mun vera sú að sálir kvenna eru staðsettar í píkunni. Halda áfram að lesa
Dýrin í Hálsaskógi og holdafar Gísla Ásgeirssonar
Gísli og feitabollumælirinn
Í líkamsvirðingarumræðunni í tengslum við megrunarlausa daginn minntust margir á gagnsleysi bmi-stuðla. Meðal þeirra var Gísli Ásgeirsson sem sagðist vera hin mesta feitabolla samkvæmt bmi-stuðli og trúði nú bara líðan sinni og útliti betur.
Jamm. Ef þessi mynd, sem ég stal blygðunarlaust af netinu, sýnir feitabollu, hlýtur hún að vera þokkalega fótósjoppuð. Ég hef fyrir satt að svo sé ekki svo rökrétta ályktunin er sú að það sé eitthvað að stuðlinum en ekki holdafari Gísla.
En er þetta alveg svo einfalt? Er hægt að afskrifa mælitæki eins og bmi-stuðul, bara af því að kenningin gengur ekki upp í einhverju ákveðnu tilfelli? Halda áfram að lesa
Kynjaðir kúlupennar
Ilmvatn handa henni.
Skór handa henni.
Sérstök dömurakvél handa henni.
Af hverju ekki alveg eins bleik verkfærataska handa henni, hello kittý riffill handa henni, vetrardekk handa henni og kúlupennar handa henni?
Af feminiskri stjarnfræði
Svör Elfu Jónsdóttur við síðasta pistli mínum (svörin sjást í umræðuþræði við færsluna) eru athyglisvert dæmi bæði um þann hugsunarhátt og þá aðferðafræði sem einkennir íslenska dólgafeminista. Elfa telur allt í lagi að slaka á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum, vegna þess að líkurnar á því að maður sé dæmdur að ósekju séu „stjarnfræðilega“ litlar. Halda áfram að lesa