Einhliða umfjöllun?

Screenshot from 2014-08-26 12:43:33

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Halda áfram að lesa

Er kynjakerfið til?

humor

Fyrri pistlar í þessari röð, sá nýjasti efst:

Skyggnulýsing 3a
Skyggnulýsing 2
Skyggnulýsing 1
Fánaberar fávísinnar
Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

Tilefni þessarar pistlaraðar eru skyggnur með fyrirlestri sem tilheyrir grunnnámskeiði í kynjafræði. Þar er ég réttilega kynnt sem „kyndilberi andfeminisma“ en andfeminismi er, ólíkt kvenhyggjunni, jafnréttisstefna. Halda áfram að lesa

Grýla gamla og feðraveldið

download (1)Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu og jólasveinanna fyrr og nú. Halda áfram að lesa

Hugleikur

mindfuck

Hugleikur Dagsson er skemmtilegur listamaður. Ég kaupi bækurnar hans handa fermingarbörnum. Og nei, ég hef ekki áhyggjur af því að ungviðið misskilji samfélagsádeilu Hugleiks og haldi að hann sé að mæla með fjöldamorðum og barnaníði.

Og Hugleikur er ekki bara góður listamaður. Hann er líka svo góður strákur. Það hefur hann sjálfur staðfest. Hulli er ekki douchebag. Hulli segir ekki fólki að hoppa upp í tussuna á sér. Svo er hann líka feministi og þar með góð fyrirmynd. Halda áfram að lesa