Í gær var mér sagt að fólk sem er á öndverðum meiði við mig, legði ekki í að rökræða við mig af því að ég væri svo ósveigjanleg í skoðunum að það þjónaði engum tilgangi. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað (allt efni)
Það versta
-Hvað finnst þér best við að vera einhleypur?
-Best? Það veit ég nú ekki. Jú kannski það að geta borðað í rúminu án þess að einhver sé að hafa skoðun á því.
-Oj, ég þoli ekki að sofa á brauðmylsnu. En ég fer stundum með kaffibolla og súkkulaði upp í rúm sjálf.
-Ég fer með steiktan fisk og spaghetty.
-Oj!
-Einmitt. Það er gott að vera einhleypur. Auk þess reynir enginn að draga mig fram úr fyrir hádegi um helgar.
-Hmphh! Til hvers að vera á föstu ef maður notar allan frítímann til að sofa?
-Ekkert allan. Maður vakir á næturnar.
-Þú ert í alvörunni köttur er það ekki?
-Kannski smá. Ég leggst allavega ekki ofan á blaðið á meðan þú ert að lesa það.
-Gott og vel. Það besta við að vera einhleypur er semsagt að geta stundað einhverja ósiði í rúminu óáreittur, en hvað er þá verst við að vera einhleypur?
-Það versta er að vera stakur þar sem allir eru pör. Hafa engan maka þegar maður mætir á árshátíð. Við vorum í matarklúbbi. 3 pör. Mér væri velkomið að vera með áfram en ég gæti ekki hugsað mér að mæta einn.
-Finnst þér ÞAÐ í alvöru verst? Hvað með að sofa einn, borða einn … verðurðu aldrei einmana?
-Jújú,ég verð oft einmana, sagði hann, – en ég varð líka oft einmana á meðan ég var í sambúð.
Það,. sagði ég, er líklega það eina sem við eigum sameiginlegt.
Tilfallandi
Ég hef lúmskan grun um að tæki séu ekki eins heimsk og þau líta út fyrir að vera. Að stundum, við einhverjar aðstæður, geti þau tekið sjálfstæðar ákvarðanir eða gefið okkur skilaboð. Halda áfram að lesa
Fress
-Jæja. Ertu búin að fagna endurheimt kynhvatar þinnar? spurði Grái Kötturinn.
-Það er aldeilis að þú kemur þér að efninu, hnussaði ég.
-Mjaaat, Ég kunni ekki við að tvístíga í kringum grautarpottinn og mér finnst mér koma þetta við.
-Jæja, og hvernig rökstyður þú það? Halda áfram að lesa
To be or no to be
Í gær var ég spurð að því hversvegna ég hefði aldrei farið út í pólitík. Málið er að ég ER í pólitík. Bara ekki flokkspólitík.
Mér hefur alltaf líkað stórilla að vera undir stjórn annarra, hvortheldur er í vinnu eða annarsstaðar. Ég hef heldur ekki haft neinn áhuga á því að stjórna öðrum. Þ.e.a.s. mér finnst gaman að hafa áhrif (og eins að finna hvernig aðrir hafa áhrif á mig), en ég hef aldrei verið mikið fyrir að gefa skipanir. Í minni útópíu tekur bara hver og einn ábyrgð á sínu lífi og sínu starfi og skiptir sér sem minnst af öðrum nema viðkomandi biðji um það eða þarfnist hjálpar og það gengur auðvitað ekki alveg upp í veruleikanum.
Ég hef sömu afstöðu til stjórnmála. Valdabrölt og flokkadrættir eru mér ekki að skapi. Ég vil gjarnan hafa áhrif en mig langar ekkert í völd. Ég hef heldur enga ástæðu til að trúa því að ef ég kæmist til valda, þá væri ég eitthvað ólíklegri en hver annar til að sökkva í spillingu og ógeð. Þetta tvennt virðist bara yfirhöfuð fara saman.
Mig langar ekki að stjórna heiminum. Ég vil bara að sem flestir geti búið við frelsi og öryggi og það er engin stjórnmálastefna sem getur tryggt það. Ég held að mannskepnan sé of mikið hjarðdýr til að nokkur möguleiki sé á því að mynda samfélag án valdastéttar. Það fyrirkomulag sem hefur þokað okkur í átt til lýðræðis er það að sem flestar raddir heyrist, að almenningur veiti valdhöfum virkt aðhald og að ákvörðunum stjórnvalda og almennum viðhorfum sé ögrað í sífellu. Þeir sem taka það hlutverk af sér, jafnvel þótt þeir sækist ekki eftir völdum, eru að reyna að hafa áhrif á mótun samfélgasins. Og það er að taka þátt í pólitík.
Ég er líka stundum spurð að því hversvegna ég sé ekki rithöfundur. Sannleikurinn er sá að ég ER rithöfundur. Ég skrifa bara ekki bækur.
Eitt lítið rannsak
Ég hef velt því fyrir mér undanfarið hversvegna virðist ekki vera samræmi á milli lesturs og viðbragða á þessari vefbók. Halda áfram að lesa
Sex orða meme handa allskonar fólki
Meme-æðið greip mig. Dásamlegt ljóðform. Þótt það sé líklega ekki hugsað sem ljóðform. Húsmæður á heljarþröm náðu mér ekki niður af reiðinni sem hefur heltekið mig síðustu daga en það gerði meme. Örljóð um lífshlaup maura, það þarf í alvöru ekki meira en 6 orð. Sá sem telur sig þekkja yrkisefnið dregur slíkar ályktanir á eigin ábyrgð. Halda áfram að lesa
Engin pólitík hér framvegis
Ég hef megna andúð á því fyrirkomulagi að almenningur geti, án nokkurrar ritstýringar beintengt hvaða þvælu sem vera skal við einn stærsta fréttamiðil landsins. Halda áfram að lesa
Útlit er til alls fyrst
MEME
Ég skrifaði sápuóperu tilveru minnar sjálf.
Sexhleypan
Í geðbólgu minni yfir skíthælshætti íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna, frestaði ég því að svara þessari áskorun. Ég veit reyndar ekki hvort er nein sérstök ástæða til að flækja hlutina svona mikið, þ.e. að nota 6 orð þegar 1 dugar, semsé sápuópera en mér er nú sjaldan orða vant svo ég hlýt að bregðast við. Halda áfram að lesa
Örlagamaður
Örlagamaðurinn reyndist vera bróðir mannsins sem segir að ég sé með svarthol í sálinni.
Menn sem hafa sungið fyrir mig hafa tilhneigingu til að eiga bræður.
Þú valdir þér þægilegt líf
Þú valdir þér þægilegt líf. Vinna, sinna fjölskyldunni, fara í sumarbústað, ræktina, halda árshátíð og afmæli, sitja á kaffihúsi, rækja áhugamál, hitta vini, vinna meira… Halda áfram að lesa
Eitt daðr
Þakka hlýjar kveðjur og fullt af heimsóknum og gjöfum.
Ég er á leiðinni út að borða eitthvað hrikalega gott, ekki á gráa kettinum, heldur með gráa kettinum.
Kannski fáum við okkur heitan graut.
Mælt af
Ég gekk í gegnum aldurskrísu um 17 ára aldur. Kveið því að verða fullorðin af því að ég hélt að því fylgdi svo mikil ábyrgð og að það hlyti að vera þrúgandi. Það reyndist mér auðveldara að vera fullorðin en barn. Mig grunar að það verði mér líka auðveldara að vera miðaldra en ung.
Ég hef aldrei verið mikið afmælisbarn en mér finnst samt alltaf stöðugt meira tilefni til að fagna því að vera á lífi. Hef aldrei skilið almennilega tilganginn með að hafa sérstakan dag á árinu til þess en kemst samt alltaf við af væmni yfir því að fá afmæliskveðjur. Var einmitt í þessum orðum skrifuðum að fá eina sem mér þykir sérdeilis vænt um.
Ég held annars að ég sé að endurheimta kynhvötina. Spurning hvort ég ætti ekki að halda upp á það.
Kapítalísk hamingja
Hva? Komast Íslendingar ekki á blað?Allar stjórnmálastefnur hafa það yfirlýsta markmið að skapa sem mesta hamingju handa sem flestum. Það virðist merkilegt nokk ganga betur eftir því sem velmegun eykst og vald dreifist á fleiri hendur. Halda áfram að lesa
Náttúrulega
Þjóðin er mætt í Grasagarðinn.
Ég treðst í gegnum mannfjöldann með hnút í maganum. Lenti einu sinni í því að troðast hreinlega niður á gólf á yfirfullum skemmtistað og varð slíkri skelfingu lostin að ég gleymdi bæði nafni og andliti mannsins sem bjargaði mér frá stórslysi. Ég hef alltaf orðið kvíðin í mannmergð síðan en svo er þetta líka bara eitthvað svo ógeðslegt. Iðandi mannhaf, mor. Það minnir svo á pöddur og það er alltaf eitthvað ónotalegt við að vera minntur á að maðurinn er padda. Að lokum komumst við að rétta básnum. Halda áfram að lesa
Aumingi
Æ hvað ég hef nú mikla óbeit á huglausu fólki og fávitum. T.d. þessum sem einn daginn kynnir sig með nafninu SS, þann næsta sem Gest og hann þriðja sem RA. Mikið vildi ég hitta þann einstakling augliti til auglitis svo ég geti sagt honum hvað mér finnst um hann. Það er bara hreinlega ekki sæmandi að birta orðbragð sem líkur eru á að ögri heimsmynd og grundvallar lífsviðhorfum saklauss fólks á opinni netsíðu. En fyrst þig langar svona mikið að hitta mig, kíktu þá bara í heimsókn næst þegar þú átt leið til landsins og ég skal bæta áhugaverðum kjarnyrðum í orðaforða þinn.
Yfirfærsla
Bara ekkert ísbjarnarútkall í allan dag. Ég er svo aldeilis hissa.
Ég hef tekið eftir því að það hversu illa mér líður í pólitíkinni, stendur ekki í neinu sambandi við það hversu alvarlegir hlutir eru að gerast í heiminum eða það hve illa maður verður var við firringu, spillingu, heimsku og gleymsku. Ég verð upptekin af pólitík þegar fólk sem mér þykir vænt um hegðar sér óskiljanlega. Líklega er þetta svona yfirfærsla. Eða kannski varnarháttur. Það er alltaf hægt að afgreiða pólitískar ákvarðanir sem fávitahátt en flestir hafa tilhneiginu til að halda að það sé eitthvað flóknara þegar maður botnar ekkert í þeim sem standa hjarta manns næst.
Mig langar að kynnast þessum.