Aumingi

Æ hvað ég hef nú mikla óbeit á huglausu fólki og fávitum. T.d. þessum sem einn daginn kynnir sig með nafninu SS, þann næsta sem Gest og hann þriðja sem RA. Mikið vildi ég hitta þann einstakling augliti til auglitis svo ég geti sagt honum hvað mér finnst um hann. Það er bara hreinlega ekki sæmandi að birta orðbragð sem líkur eru á að ögri heimsmynd og grundvallar lífsviðhorfum saklauss fólks á opinni netsíðu. En fyrst þig langar svona mikið að hitta mig, kíktu þá bara í heimsókn næst þegar þú átt leið til landsins og ég skal bæta áhugaverðum kjarnyrðum í orðaforða þinn.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Aumingi

 1. —————————————

  Ískalt vatn rennur mér milli skinns og hörunds við tilhugsunina eina um orðin óþekktu.

  Posted by: Kristín | 29.06.2008 | 8:29:52

  —————————————

  nafnleysi og hugleysi geta verið samheiti.

  Posted by: baun | 29.06.2008 | 9:55:36

  —————————————

  Nafnleysi fer ekkert í taugarnar á mér þegar einhver kemur með málefnalegt innlegg í umræðu, dregur fram nýjan flöt á málinu eða bendir á villu. Fólk getur talið ástæðu til að benda á eitthvað sem öðrum hefur yfirsést þótt það sé kannski ekki tilbúið til að verjast persónulegum árásum sem óvinsælar skoðanir hafa oft í för með sér.

  Það er samt sem áður eitthvað sjúkt og rangt við að að koma á framfæri persónulegum skilaboðum án þess að segja deili á sér, hvort sem um er að ræða árás, kynferðislegt komment, góðlátlegt grín eða persónulega gagnrýni sem vissulega kann að eiga rétt á sér. Sá sem fyrir því verður lendir í varnarstöðu sem manneskja, sem er ólíkt því að þurfa að rökstyðja skoðun. Það er þvílágmarks kurteisi ef maður ávarpar einhvern persónulega með tölvupósti, bréfi eða í síma að koma fram undir nafni. Þetta á enn frekar við um opnar netsíður.

  Posted by: Eva | 29.06.2008 | 13:23:25

  —————————————

  nafnleysingar geta verið af öllum sortum, en mér finnst í prinsippinu hugleysi að tala/skrifa ekki undir nafni.

  til eru undantekningar á öllu. sjálf er ég brennd af viðurstyggilegri hegðun í skjóli nafnleyndar, og því varla að marka mig.

  Posted by: baun | 29.06.2008 | 14:35:36

Lokað er á athugasemdir.