Yfirfærsla

Bara ekkert ísbjarnarútkall í allan dag. Ég er svo aldeilis hissa.

Ég hef tekið eftir því að það hversu illa mér líður í pólitíkinni, stendur ekki í neinu sambandi við það hversu alvarlegir hlutir eru að gerast í heiminum eða það hve illa maður verður var við firringu, spillingu, heimsku og gleymsku. Ég verð upptekin af pólitík þegar fólk sem mér þykir vænt um hegðar sér óskiljanlega. Líklega er þetta svona yfirfærsla. Eða kannski varnarháttur. Það er alltaf hægt að afgreiða pólitískar ákvarðanir sem fávitahátt en flestir hafa tilhneiginu til að halda að það sé eitthvað flóknara þegar maður botnar ekkert í þeim sem standa hjarta manns næst.

Mig langar að kynnast þessum.

Best er að deila með því að afrita slóðina