Sex orða meme handa allskonar fólki

Meme-æðið greip mig. Dásamlegt ljóðform. Þótt það sé líklega ekki hugsað sem ljóðform. Húsmæður á heljarþröm náðu mér ekki niður af reiðinni sem hefur heltekið mig síðustu daga en það gerði meme. Örljóð um lífshlaup maura, það þarf í alvöru ekki meira en 6 orð. Sá sem telur sig þekkja yrkisefnið dregur slíkar ályktanir á eigin ábyrgð.

Hún sagði fátt, í mörgum orðum.

Hann sagði fátt og afrekaði ekkert.

Hann elskaði eina og kvæntist annarri.

Hann var gott barn og uppreisnargjarnt.

Hún skilgreindi allt sitt líf, ítrekað.

Ól börn og kjassaði ketti, brosandi.

Hann var ekki flughræddur, bara lofthræddur.

Sökk djúpt, sveif hátt, brotlenti aldrei.

Hann söng aldrei sama lagið tvisvar.

Falleraði fjöld, með svarthol í sálinni.

Framdi byltingu, lauk háskólanámi, keypti jeppa.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Sex orða meme handa allskonar fólki

  1. ———————–

    þessi eru flott.

    (þetta er samt bara ein fjölmargra tegunda af meme, auðvitað, þessi sex orða líf)

    Posted by: hildigunnur | 7.07.2008 | 8:16:35

Lokað er á athugasemdir.