Mælt af

Árið er hálfnað. Samkvæmt tölfræðinni er ævi mín líka hálfnuð.Dagana eftir fertugsafmælið mitt var ég oft spurð að því hvort ég fyndi fyrir miðaldurskrísu. Ég varð 41 árs fyrir tæpum 2 tímum og nei, ég bara finn ekkert fyrir þessari krísu enn. Að vísu hef ég svosem ekkert afrekað ennþá en ég var á alveg jafn miklum bömmer yfir því þegar ég var tvítug. Ég sé líka alveg hrukkunum fjölga með hverju ári en mér líður ekkert verr yfir þeim en mér leið yfir ímynduðum útlitsgöllum mínum 15 ára eða 23ja ára. Ætli það sé óeðlilegt að hafa ekki verulegar áhyggjur af því að maður sé að eldast?

Ég gekk í gegnum aldurskrísu um 17 ára aldur. Kveið því að verða fullorðin af því að ég hélt að því fylgdi svo mikil ábyrgð og að það hlyti að vera þrúgandi. Það reyndist mér auðveldara að vera fullorðin en barn. Mig grunar að það verði mér líka auðveldara að vera miðaldra en ung.

Ég hef aldrei verið mikið afmælisbarn en mér finnst samt alltaf stöðugt meira tilefni til að fagna því að vera á lífi. Hef aldrei skilið almennilega tilganginn með að hafa sérstakan dag á árinu til þess en kemst samt alltaf við af væmni yfir því að fá afmæliskveðjur. Var einmitt í þessum orðum skrifuðum að fá eina sem mér þykir sérdeilis vænt um.

Ég held annars að ég sé að endurheimta kynhvötina. Spurning hvort ég ætti ekki að halda upp á það.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Mælt af

  1. ————————————————-
    Nýta hana, ekki spurning, besta auðlindin og algerlega hrein.
    Ég fékk t-póst frá SI, og skil ekki að þú getir ekki sent mér, parisardaman hja gmail.com eða free.fr
    Innilega til hamingju með afmælið stórflotta kona.

    Posted by: Kristín | 1.07.2008 | 9:58:54

    ————————————————-

    kæra Eva, til hamingju með afmælið!

    Posted by: baun | 1.07.2008 | 10:34:38

     ————————————————-

    Fyrsti þriðjungurinn að baki!
    Til hamingju.

    Posted by: HT | 1.07.2008 | 11:05:29

     ————————————————-

    Til hamingju með þetta og megi lukkan fylgja þér.

    Nýta hvötina svo til hins ítrasta meðan hún staldrar við.

    Posted by: lindablinda | 1.07.2008 | 14:35:29

     ————————————————-

    Til hamingju! 😀

    Posted by: Unnur María | 1.07.2008 | 17:42:25

     ————————————————-

    Til hamingju með daginn.
    Knús og kossar héðan.

    Posted by: Hulla | 1.07.2008 | 19:12:15

Lokað er á athugasemdir.