Vaknaði í morgun á þessum ægilega Elíasarblús. Mér finnst það undarlegt því ég hef ekkert hugsað neitt meira til þín undanfarið en ég er vön og í augnablikinu eru báðir strákarnir mínir og pabbi hérna svo ekki er það af því að mig skorti félagsskap. Kannski hefur mig dreymt þig, ég man næstum aldrei drauma. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Limbó 11. hluti
Afsakaðu Egill!
Arg! Það var ekki Egill Helga sem notaði orðið klámsinni, heldur Páll. Ég bið Egil hér með afsökunar á þessari fljótfærni.
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Klámsinninn Eva og anarkistinn Egill
Það kemur mér svosem ekkert á óvart þótt Egill Helgason kalli mig ‘klámsinna’. Fyrir nokkrum árum sagðist hann ‘nú vera svo mikill anarkisti’ að hann vildi að Saving Iceland liðar yrðu látnir í friði þear þeir klifruðu upp í krana. Það liggur í hlutarins eðli að ef maður sem er mótfallinn því að allt andóf sé barið niður með ofbeldi er anarkisti, þá hlýtur sá sem er mótfallinn ritskoðun að vera ‘klámsinni’. Halda áfram að lesa
Komnir
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/116100911742975
Jákvætt hugarfar
Hugsanir hafa áhrif. Maður dregur til sín það sem maður er uppteknastur af. Þótt síkritið fari út í bull um leið og einhver ætlar að moka inn milljónum á því að spila á trúgirni og óskhyggju fólks, skal ég manna fyrst taka undir það að hugurinn hefur vissulega áhrif og að jákvætt hugarfar ræður úrslitum um hamingju okkar. Halda áfram að lesa
Komin heim
Kom heim frá Íslandi í gott veður! Og Bjartur búinn að sjæna heimilið, þvo áklæðið af sófanum hvað þá annað og sjóða saman húsgagn sem hefur verið í henglum síðan ég flutti. Halda áfram að lesa
Birta komin með Facebooksíðu
Þessi hausfætla er önnur aðalpersónan í bókinni minni. Þeir sem vilja skrifa Birtu lesendabréf eða yrkja henni drápu, geta skrifað á veginn hennar.
Hægt er að fá póstkort með Birtu og bolirnir eru á leiðinni. Sendið tölvupóst á eva@norn.is eða sendið skilaboð á fb ef þið hafið áhuga.
Útgáfuteiti
Ég er í skýjunum.
Útgáfuteitið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði ekki reiknað með nema í hæsta lagi 30 manns en um 130 manns mættu, m.a.s. fullt af fólki sem ég hafði ekki séð í mörg ár og átti alls ekki von á að kæmi. Ég vissi að Jón Hallur hefði samið flott lög við kvæðin mín en ég vissi ekki að hann kæmi með heila hljómsveit. Ég hafði ekki heyrt Sólveigu Öldu syngja fyrr og hún er með virkilega flotta rödd sem passar svo vel við þessi lög. Ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði hana syngja hefndarseiðinn. Mér finnst ekkert annað koma til greina en að gefa þessi lög út og vona bara að Teinar komist í það sem fyrst. Halda áfram að lesa
Hættur að ganga
Sonur minn Byltingin: Ég er hættur að ganga.
Ég: Hættur að ganga? Nú, ertu farinn að nota strætó svona mikið?
Byltingin: Nei, síður en svo en ég er hættur að ganga, nú hleyp ég.
Köttur með smekk
Mér þótti reyndar afar ótrúlegt að Anja væri raunverulega svöng en ekki vil ég svelta dýrin svo til öryggis setti ég dálítið þurrfóður í kattadallinn. Þetta var hræódýrt fóður sem þeim virðist ekki þykja neitt sérlega spennandi og ég nota aðallega í þessum tilgangi, enda reyndist hún ekki hungraðri en svo að hún át aðeins nokkra bita.
Í morgun þegar ég kom fram voru þær enn ekki búnar með fóðrið en ég setti venjlegan skammt af annarri tegund og mun dýrari saman við. Þær komu strax og gúlluðu í sig. Ég fór fram til að setja í þvottavél á meðan þær voru að éta og tók þá eftir því að Norna tíndi bitana af ódýra fóðrinu upp úr dallinum og lagði þá snyrtilega á gólfið við hliðina á honum.
Svo nú hef ég fengið skýringu á því hversvegna þær eiga það til að sóða þurrfóðrinu út á gólf þótt það komi aldrei fyrir þegar þær fá dósamat eða matarafganga. Norna er semsagt bara að henda rusli.
Útgáfudagur nálgast
Jæja, þá fer nú loksins að hylla undir að þessi bók okkar Ingólfs komi út. Upp úr 20. mars segja þeir hjá Skruddu. Mér finnst þetta hafa tekið óratíma en það var nú ekki fyrr en síðustu vikuna í janúar sem þeir fengu handritið í hendurnar og flestir útgefendur taka sér meira en hálfan dag til umhugsunar, svo ég get víst vel við unað.
Næsta verkefni er að undirbúa útgáfuteiti. Ég er ekki mikið samkvæmisljón, held ekki einu sinni upp á afmælið mitt nema á 12-15 ára fresti, en ég ætla allavega að fagna í þetta sinn.
Hvað hefur kötturinn étið?
Sit yfir gamalli sunnudagskrossgátu (pabbi er svo elskulegur að senda mér þær) og horfi á Bjart sofa. Klukkan orðin átta og þegar vekjarinn á símanum hans fer í gang, fálmar hann eftir honum og slekkur, án þess að vakna. Halda áfram að lesa
Ekkert veðurfár
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/341714309914
Ofreynsla
Í síðustu viku datt mér í hug að prjóna mér skokk og gerði það. Mér fannst mér liggja á og var auk þess að klára ullarsokka svo ég sat við 12-15 tíma á dag, 4 daga í röð, tók aðeins pásur til að pissa og borða. Skokkurinn varð svo flottur að ég byrjaði umsvifalaust á öðrum. Á fjórða degi var hann næstum tilbúinn en þá var ég orðin svo aum í hægri hendi og úlnlið að ég gat alls ekki prjónað hratt. Ég ákvað að taka mér dagsfrí frá prjónaskapnum en þegar ég ætlaði að byrja aftur í morgun, hafði úlnliðurinn á mér bólgnað upp. Höndin á mér er marin og mig verkjar upp í olnboga. Halda áfram að lesa
Kisurnar mínar
Norna fæddist um mánaðamótin júní-júlí. Hún var kolsvört, hvæsti strax á öðrum degi og varð snarvitlaus þegar naggrísaungarnir voru lagðir á spena hjá mömmu hennar en þeir misstu mömmu sína fljótlega eftir fæðingu, litlu skinnin. Rebba, mamma Nornu missti reyndar mjólkina skömmu síðar svo Norna var fóðruð með pela og það var hreint ekki létt verk, því hún beit og klóraði í hvert sinn sem hún var tekin upp. Halda áfram að lesa
Staðan
Þessi vefbók hefur ekki verið almennilega virk í heilt ár, ég get eiginlega ekki útskýrt hversvegna. Fyrir þá sem ekki eru á fésinu er hér smá samantekt: Halda áfram að lesa
Loksins
Jæja, nú ætti mesta uppsetningarveseninu að vera lokið og þessi síða orðin nothæf aftur.
Mér skilst á Skruddu að þurfi að fresta útgáfu bókarinnar okkar Ingólfs um 2 vikur í viðbót, hún komi semsagt um mánaðamótin mars-apríl. Það breytir í sjálfu sér engu og þar sem ég er búin að fá fyrirframgreiðsluna ætti ég bara að anda með nefinu en ég er samt hálfpirruð og finnst erfitt að einbeita mér að næsta verki á meðan ég hef enga hugmynd um hvernig viðtökur þessi bók fær.
Bloggvænlegri dagar eru framundan en einhvernveginn grunar mig að fólk sé steinhætt að lesa blogg. Gott ef flestir eru ekki líka að vera dálítið afslappaðir gagnvart facebook. Ég hef heyrt þess dæmi að fólk láti garðana sína, gæludýrin og fiskabúrin drabbast niður og sjálf fæ ég blessunarlega miklu færri engla, bleik hjörtu og glimmerálfa með blessunaróskum fá ókunnugu fólki.
Síðasta myndbandið
Komið í lag
Jæja, þá er ég flutt milli léna og nú á kerfið loksins að vera komið í það horf að hægt sé að birta nýjar færslur og athugasemdir. Það eru nokkar tjásur sem komu inn á meðan kerfið var í lamasessi en birtust ekki en þær eru komnar inn núna.
Útlitið á síðunni breytist eiithvað á næstu vikum og gamla lénið; nornabudin.is hverfur.
Aðgangsorðið og lykilorðið á Launkofann á að vera í lagi líka en ég hef ekki getað birt neinar færslur þar frekar en hér. Bæti úr því á næstu dögum.