Klámsinninn Eva og anarkistinn Egill

Það kemur mér svosem ekkert á óvart þótt Egill Helgason kalli mig ‘klámsinna’. Fyrir nokkrum árum sagðist hann ‘nú vera svo mikill anarkisti’ að hann vildi að Saving Iceland liðar yrðu látnir í friði þear þeir klifruðu upp í krana. Það liggur í hlutarins eðli að ef maður sem er mótfallinn því að allt andóf sé barið niður með ofbeldi er anarkisti, þá hlýtur sá sem er mótfallinn ritskoðun að vera ‘klámsinni’.

Svo ég vitni í mína eigin bók (sem reyndar snýst um ýmislegt fleira en klám):

‘Sannleikurinn er sá að ég hef enga sérstaka afstöðu til kláms. Ekki frekar en körfubolta eða brjóstsykursgerðar. Mér er eiginlega slétt sama um klám svo framarlega sem því er ekki troðið upp á mig eða aðra. Það sem ergir mig er hræsnin í málflutningi þeirra sem þykjast vera talsmenn mannréttinda og jafnaðar.’

Mér finnst reyndar stórfurðulegt að þeir sem fordæma klám skuli setja berrassamyndir og gróft ofbeldi undir sama hatt. Svona svipað og að flokka marihuana og heróín saman. Já, ég er bæðevei fylgjandi því að sala á kannabisefnum verði lögleidd. Þar með er ég væntanlega eiturlyfjasinni. Og svo er ég mótfallin því að gáfnaljósum á borð við þau sem stóðu fyrir netíðunni skaparinn punktur eitthvað, sé bannað að tjá sig. Þar með er ég væntanlega þjóðernishreinsanasinni.

Rétt eins og Egill Helgason er anarkisti.

Best er að deila með því að afrita slóðina