Ofreynsla

Í síðustu viku datt mér í hug að prjóna mér skokk og gerði það. Mér fannst mér liggja á og var auk þess að klára ullarsokka svo ég sat við 12-15 tíma á dag, 4 daga í röð, tók aðeins pásur til að pissa og borða. Skokkurinn varð svo flottur að ég byrjaði umsvifalaust á öðrum. Á fjórða degi var hann næstum tilbúinn en þá var ég orðin svo aum í hægri hendi og úlnlið að ég gat alls ekki prjónað hratt. Ég ákvað að taka mér dagsfrí frá prjónaskapnum en þegar ég ætlaði að byrja aftur í morgun, hafði úlnliðurinn á mér bólgnað upp. Höndin á mér er marin og mig verkjar upp í olnboga. Halda áfram að lesa