Hvað hafið þið á móti eigindlegum rannsóknum?

gervivísindi

Í félagsvísindum eru til tveir flokkar rannsókna, megindlegar og eigindlegar. Í umræðu um aðferðafræði kynjafræðinga ber á því viðhorfi að svokallaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir komi í staðinn fyrir eða séu jafnvel betri en megindlegar rannsóknir og því sé fráleitt að tala um að kynjafræðirannsóknir standist ekki vísindalegar kröfur. Halda áfram að lesa

Af hverju eru konur ekki hagyrðingar?

Les_sirenes_visitees_par_les_muses,_lalyre

Fyrir daga internetsins lá ég stundum andvaka af áhyggjum af því að brageyra þjóðarinnar væri að fara til fjandans. Þeir  einu sem mér vitanlega ortu undir hefðbundnum bragarháttum voru svokallaðir hagyrðingar. Þetta voru mishnyttnir karlar, flestir komnir yfir fertugt, sennilega bændur eða a.m.k. hestamenn, sem köstuðu milli sín kersknivísum á þorrablótum og létu einstaka ferskeytlu fylgja kjörseðlinum í kosningum. Halda áfram að lesa

Sýn Kynungabókar á kynbundið ofbeldi

LustUngliðahreyfing VG vill kennivaldið inn í skólana. Réttlætingin er sú að viðhorfskannanir sýni að hærra hlutfall unglinga hafi íhaldssamar hugmyndir um kynhlutverk nú en fyrir 20 árum. Hvernig unga fólkið í vg fær það út að feministatrúboð muni breyta því er vandséð. Aldrei hefur feminisk umræða verið meira áberandi en á þessum 20 árum og þó hefur þetta bakslag orðið; það er því nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að kynjafræðikennsla hafi tilætluð áhrif. Halda áfram að lesa

Feitabollufemínisma í skólana – um heilsufarskafla Kynungabókar

feitÞessi færsla tilheyrir pistlaröð sem  fjallar um Kennivald kvenhyggjunnar. Til þess að draga fram þau sjónarhorn á jafnréttismál sem feministar eru að reyna að innleiða í skólakerfið, er tilvalið að skoða Kynungabók, kennslubók fyrir unglinga skrifaða á forsendum feminisma og mótunarhyggju. Halda áfram að lesa