Bleikt & Blátt – samsæriskenning

6a00e5508f1815883301053659ff3e970c-300x227Ég fór svo mikið að hugsa um bleikt og blátt þegar ég las þennan pistil. Ég er algjör sökker fyrir samsæriskenningum. Keypti t.d. inside job kenninguna um 11. september algjörlega og nú er ég hreinlega í vímu yfir kenningu Chomskys um að samsæriskenningin sjálf sé samsæri um að draga athyglina frá einhverju athyglisverðara. Kenningin um að hið illa feðraveldi hafi sameinast um að stela bláa litnum frá konunum og fleygt í okkur væmna, bleika litnum í staðinn, hefði átt að smjúga inn í hjarta mitt. Ef út í það er farið hef ég gleypt margar ótrúlegri kenningar hráar.
Halda áfram að lesa

Við sem hvorki erum karlar né konur

indexVitur kona sagði eitt sinn „Það er eðlilegast og hollast fyrir konur að vera ekki að koma karlmönnum mikið inn í heim varalitsins og maskarans því þá dettur allur sjarmi niður!“

Á þeim tíma hélt ég að þessi hugsunarháttur einkenndi aðeins örfáar manneskjur en í dag veit ég betur. Í dag veit ég að munurinn á karli og konu felst í því að konur hafa áhuga á útliti sínu, snyrtivörum og kynlífi en ekki samfélagsmálum. Konur lesa skvísubækur og horfa á Sex & the City. Karlar hinsvegar, þeir eru bara svona allskonar. Halda áfram að lesa

Það nauðgar enginn konu að gamni sínu

Forsíðufrétt gærdagsins vakti mér óhug en þó fyrst og fremst hryggð.

Harmleikur, örvænting, neyð, voru fyrstu orðin sem komu upp í hugann. Þrátt fyrir hryllinginn fann ég til samúðar með stúlkunni. Ég ímyndaði mér að hún hlyti að vera búin að ganga í gegnum miklar þjáningar og að hún væri á einhvern hátt fórnarlamb aðstæðna fyrst hún gat gert sig seka um slíkt voðaverk. Það kom illa við mig að sjá upphrópanir á borð við grimmd, kvikindi, útlendingur. M.a.s. orðið barnamorðingihljómaði á einhvern hátt yfirgengilegt enda þótt þarna hafi barn vissulega verið myrt. Halda áfram að lesa

Kvenhetjur í barnaefni – hafa fjölmiðlar áhrif?

disney

Fjölmiðar móta okkur. Hljóta að gera það. Fyrirtæki myndu ekki verja skrilljón trilljónum í auglýsingar ef þær skiluðu ekki hagnaði. Við sjáum líka áhrif kvikmynda og annarra miðla á það hvaða vörur ná vinsældum. Disney þetta Disney hitt, bleikt með glimmer fyrir stelpur og eitthvað öllu töffaðra fyrir stráka. Halda áfram að lesa