Er María Lilja jafn klikkuð og J.K. Rowling?

María Lilja

Um daginn fékk María Lilja Þrastardóttir dálítið klikkaða hugmynd. Hélt semsé að til væru konur sem hefðu áhuga á fleiru en naglalakki og karlmönnum og datt í hug að búa til sjónvarpsþátt um önnur áhugamál kvenna. Sjónvarpsstjóri Skjás eins benti henni á að áhorf skipti miklu máli. Eða með öðrum orðum að sjónvarpsþættir sem fjalla ekki um útlit og samskipti kynjanna, séu ólíklegir til að vekja áhuga kvenna.

Þetta eru svipuð svör og J.K. Rowling fékk hjá fyrstu 8 bókaútgáfunum sem afþökkuðu Harry Potter. Bókin var talin of þung og flókin til að börn myndu lesa hana.

Þessum sömu útgefendum til undrunar kom á daginn að börn eru ekki fífl. Flest þeirra geta alveg lesið texta sem er ekki hannaður fyrir heimskingja og það sem meira er, þau njóta þess og biðja um meira.

Kannski á einhver íslenskur fjölmiðill eftir að veðja á hina brjálæðislegu hugmynd Maríu Lilju, semsagt þá að konur séu ekki fávitar. Það hlýtur þó að þurfa mikla áhættusækni til þess og kannski ekki von á að menn fari út í þessháttar tilraunastafsemi í miðri kreppu.

 

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Er María Lilja jafn klikkuð og J.K. Rowling?

 1. —————————————

  Rowling var líka fengin til að skammtstafa nafn sitt og taka upp millinafn (Kathleen), svo það væri ekki of augljóst að hún sé kona – það átti að höfða til fleiri lesenda en ella að hún gæti verið karl.

  http://en.wikipedia.org/wiki/J._K._Rowling#Name

  Skammarlegt dæmi. Líklega lýsandi fyrir ansi margt í samfélagi okkar Vesturlandabúa.

  mbk,

  Posted by: Kristinn | 18.08.2011 | 11:45:24
  —————————————

  Það er alveg ótrúlegt að karlmenn skuli líta á konur sem heilalausa útlitsdýrkendur þar sem að til eru mikið af konum sem láta að sér kveða í heiminum með vitsmunum ekki útliti. mér finnst líka sorglegt að til séu konur sem haldi því fram að aðal áhugamál hjá konum sé útlit og tíska, ég t.d. hef afskaplega takmarkaðan áhuga á tísku.

  Posted by: Soffía Sveins | 18.08.2011 | 13:12:37

  —————————————

  Hvaða karlmenn líta á konur sem „heilalausa útlitsdýrkendur“, Soffía?

  Þátturinn sem María Lilja var að fjalla um, var að sögn hugarfóstur tveggja kvenna. Sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði bara að áhorfið skipti miklu máli.

  Ég googlaði „women’s interests“ og fékk þetta greinarsafn upp:http://ezinearticles.com/?cat=Womens-Interests

  Allt greinar um konur, fyrir konur, eftir konur. Allar um útlit og föt.

  Hvað ef þetta ERU einfaldlega helstu áhugamál flestra kvenna? Er það eitthvað sem verður að breytast? Ef svo er, hver á þá að breyta því?

  mbk,

  Posted by: Kristinn | 18.08.2011 | 13:37:46

  —————————————

  Ef þetta eru helstu áhugamál flestra kvenna þá koma tvær skýringar til greina; annaðhvort vantar eitthvað í konurnar eða þá að eitthvað í samfélagi okkar beinir konum á of takmarkaðar brautir.

  Ef það er rétt að þetta séu helstu og kannski einu hugðarefni kvenna, þá þarf að breyta því já, vegna þess að ef svo er, merkir það að minnst helmingur mannkynsins skeytir litlu eða engu um að móta sitt eigið félagslega umhverfi. Þar með eru það of fáir sem ráða of miklu.

  Mér þykir þó afar ótrúlegt að flestar konur hafi bara áhuga á tísku og karlmönnum. Sjálf þekki ég enga slíka konu en kannski eru mínar vinkonur svona ofboðslega sérstakar.

  Þessa niðurstöðu fáum við með því að gúggla men’s intersts:http://www.google.dk/#sclient=psy&hl=da&source=hp&q=men%27s+interests&pbx=1&oq=men%27s+interests&aq=f&aqi=&aql=&gs_sm=e&gs_upl=109413l109413l3l111147l1l1l0l0l0l0l0l0ll0l0&bav=on.2,or.r_gc.r_pw.&fp=685b8e7a3dda6bcf&biw=1041&bih=772

  Hvað segir þetta okkur um áhugamál karla?

  Posted by: Eva | 18.08.2011 | 15:46:53

  —————————————

  „vantar eitthvað í konurnar“?

  Karlmenn eyða mjög margir óheyrilegum tíma í að spá í fótbota, í að vita allt um bíla og að tala um hvað þeir fengu góðan díl á timbrinu sem fór í pallinn.

  Eru það eitthvað merkilegri umræðuefni en tíska og straumar í fegurðar og heilsudýrkun samfélagsins?

  Það sem maður síðan talar um við vini sína getur verið allt milli himins og jarðar, en það sem selur er fótbolti, bílar og powertools. Það er því engin lygi að karlar séu í almennum skilningi óttalega uppteknir af bulli, en það þýðir ekki að „merkilegri“ áhugamál séu ekki almenn meðal þeirra líka.

  En samkvæmt þinni lógík vantar sem sagt eitthvað í karla og það þarf að móta val sjónvarpsstöðva á efni svo helvítis fótboltinn og bílaæðið sé ekki að tröllríða öllu?

  Eða hvað? 🙂

  mbk,

  Posted by: Kristinn | 18.08.2011 | 16:20:57

  —————————————

  Nei það er ekki það að áhugamál karla séu merkilegri. Ég horfi lítið á sjónvarp og geri mér hreinlega ekki grein fyrir þvi hvort efni sem höfðar meira til karla en kvenna sé hlutfallslega of mikið.

  Það sem fer í taugarnar á mér er að orðræðan bendir til þess að það sé algeng skoðun að konur hafi ekki áhuga á neinu fleiru en útliti sínu og samskiptum kynjanna. Það vantar eitthvað mikið í manneskju sem hefur ekki áhuga á neinu öðru en einhverri yfirborðsmennsku og má þá einu gilda hvort um er að ræða konu eða karl. Ég trúi því heldur ekkert að það sé algengt. Ég skýri þetta betur í færslu sem ég var að birta núna áðan.

  Posted by: Eva | 18.08.2011 | 17:49:13

  —————————————

  Ég veit ekki betur en að það sé samskonar mýta að karlmenn hugsi bara um fótbolta og bjór og að eiga typpabúnað (bíla, fjórhjól og haglabyssur).

  Það er algeng orðræða.

  Er þetta mjög ólíkt?

  Posted by: Kristinn | 18.08.2011 | 18:01:10

  —————————————

  Nei þetta er ekki ólíkt og staðalmyndir af körlum eru ekkert skárri en staðalmyndir af konum. Erum við ekki bara nokkurmveginn sammála?

  Posted by: Eva | 18.08.2011 | 20:47:45

  —————————————

  Jú, mér sýnist við vera á sama máli.

  Þar fór það.

  Posted by: Kristinn | 18.08.2011 | 22:33:30

  —————————————

  Flestar vinkonur mínar hafa áhuga á fötum og snyrtivörum. Þær hafa líka flestar áhuga á karlmönnum. En þetta eru engin aðaláhugamál hjá neinni þeirra og guð forði því að þær nenni að að horfa á spjallþætti um bara þetta eða lesa einhverjar undarlegar langlokur á netinu eftir einhverjar stelpur með allt aðrar skoðanir á þessum hlutum.

  Ég skil heldur ekki að það geti verið skemmtilegt að horfa á þætti um áhugamál, á þeim forsendum að um sé að ræða áhugamál. Ég hefði haldið að þættir um húðflúr væru áhugaverðari og skemmtilegri en þættir um „Allt það sem pönkarar hafa áhuga á, húðflúr, mótorhjól og þungarokk“ eða „Allt það sem hnakkar hafa áhuga á, húðflúr, sportbílar og ljósabekkir“.
  Þættir um áhugamálið fara dýpra og eru skemmtilegir fyrir áhugamanninn og ekki er farið út í ótengd og hugsanlega leiðinleg málefni. En þættir um áhugamál almennt, ég skil það ekki alveg, virkar frekar yfirborðskennt. Hvað þá að halda því líka fram að í þættinum sé fjallað um allt það sem þessi eða hin stereótýpa hafi áhuga á. Eða eins og Tobba og Ellý gera, setja allar konur í sömu staðalímyndunarsúpuna.

  Posted by: Lotta B. Jónsd. | 21.08.2011 | 15:54:33

  —————————————

  Já … Það er furðuleg niðurstaða að greinarnar á þessum lista fjalli allar um föt og útlit. Sbr. þetta http://kaninka.net/snilldur/?p=1823

  Posted by: Hildur Lilliendahl | 22.08.2011 | 23:30:27

  —————————————

  Æ, er það ekki augljóst að af þessum 30 greinum sem koma upp eru ansi hreint margar um hár, tísku, bólur, demanta og fleira yfirborðskennt – rétt eins og menn.is er mikið til um fótbolta, kynlíf og aulahúmor.

  Held að Hildur sé að skjóta sig í fótinn – en það er vissulega rétt að ég alhæfði og sagði „allar“. Það var nú bara stílbragð.

  Posted by: Kristinn | 23.08.2011 | 11:08:45

  —————————————

  Það kemur síðan í ljós að „Womens Interests“ listinn er eitthvað randomized. Hildur var ekki að skoða sama lista og ég. Það útskýrir skoðanaágreininginn þar.

  Listinn sem ég fékk var mikið til á þessa leið:

  Emma Watson’s Fashion Style So Far
  Barbie Designer Christian Dior
  Summertime Blues: How to Protect Your Hair From Heat and Humidity
  Essential Bits of Information About Natural Breast Enhancement
  Best 7 Natural Remedies for Removal Of Acne Scars
  Boudoir Photography – Why British Women Are Stripping Off for the Camera (úr grein: Who wouldn’t want to look gorgeous and glamourous – without having to turn back the clock or go on a strict diet!)
  Top 7 Reasons Why Women Love Diamonds
  Sagging and Getting Bigger Breasts
  Sagging Breasts – 4 Great Options
  Great 50s Skin Care Tips
  Myths and Realities About Bras for Women
  2011 Hair Color Trends
  Sagging Breasts – Best Bra for Them
  Consider a Makeover When Looking For a Boost of Confidence
  Barbie Doll Designer, Christian Louboutin
  From Modesty To Bare Nothings: Ditching The Undies Revolution Part 1 of 4
  From Modesty To Bare Nothings: Ditching The Undies Revolution Part 2 of 4
  From Modesty To Bare Nothings: Ditching The Undies Revolution Part 3 of 4
  From Modesty To Bare Nothings: Ditching The Undies Revolution Part 4 of 4

  Posted by: Anonymous | 24.08.2011 | 12:25:00

  —————————————

  Ástæðan fyrir mismunandi google niðurstöðum er þessi:http://www.ted.com/talks/eli_pariser_beware_online_filter_bubbles.html

  Posted by: Sunna | 25.08.2011 | 17:13:47

  —————————————
  Áhugaverður fyrirlestur. En reyndin er sú að það bættust bara nokkrar greinar við á milli daga. Minn listi byrjaði á grein um Emmu Watson, en sú grein færist neðar og neðar á listanum með tímanum. Sem sagt ekkert voðalega „sinister“.

  Posted by: Kristinn | 25.08.2011 | 21:01:01

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *