Um daginn fékk María Lilja Þrastardóttir dálítið klikkaða hugmynd. Hélt semsé að til væru konur sem hefðu áhuga á fleiru en naglalakki og karlmönnum og datt í hug að búa til sjónvarpsþátt um önnur áhugamál kvenna. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Bílar, klám og önnur áhugamál iðnaðarmanna
Hver eru áhugamál kvenna ef ekki karlmenn og naglalakk? Um hvern fjárann ætti kvennaþáttur að fjalla ef ekki þetta tvennt, skreytt með barnauppeldi, blómarækt og innanhússhönnun? Halda áfram að lesa
Við sem hvorki erum karlar né konur
Vitur kona sagði eitt sinn „Það er eðlilegast og hollast fyrir konur að vera ekki að koma karlmönnum mikið inn í heim varalitsins og maskarans því þá dettur allur sjarmi niður!“
Á þeim tíma hélt ég að þessi hugsunarháttur einkenndi aðeins örfáar manneskjur en í dag veit ég betur. Í dag veit ég að munurinn á karli og konu felst í því að konur hafa áhuga á útliti sínu, snyrtivörum og kynlífi en ekki samfélagsmálum. Konur lesa skvísubækur og horfa á Sex & the City. Karlar hinsvegar, þeir eru bara svona allskonar. Halda áfram að lesa
Hættið að nota orð sem þið skiljið ekki
Hér með tilkynnist: Að káfa á konu óviljugri er ekki góður siður. Það er dónaskapur og óþolandi framkoma, getur jafnvel flokkast sem misnotkun ef konan er ung, veik, drukkin eða af öðrum ástæðum í erfiðri aðstöðu til að frábiðja sér káfið. Það er hinsvegar ekki sálarmorð. Halda áfram að lesa
Hvað er þessi nauðgunarmenning?
Í viðtali við DV um daginn sagðist Hildur Lilliendahl telja að kynferðisofbeldi ætti sér sjaldan rót í hreinræktaðri illsku heldur í mannlegum eiginleikum sem hægt er að hafa stjórn á svosem eigingirn, yfirgangssemi og tillitsleysi. Halda áfram að lesa
Af hverju eru konur svona óvinsælir pennar?
Hildur Knútsdóttir skoðar kynjahlutföll í útgáfu og bókmenntaumræðu og út frá hausatalningu er freistandi að álykta að karlveldið hindri konur í að koma sér á framfæri. Halda áfram að lesa
Kvenhyggja er kynhyggja
Í orðræðu og áherslum þeirra sem aðhyllast kynhyggju enduspeglast sú skoðun að annað kynið sé hinu æðra og göfugra og að það sé allt í lagi að troða á mannréttindum ómerkilegra kynsins. Munurinn er sá að karlremban vill að karlar fái að kúga konur en kvenhyggjusinnar að konur fái að kúga karla. Halda áfram að lesa
Kvenfólk handa Carrey
Vinsæll leikari á leið til landins og búinn að panta mat, vín og sæg af kvenfólki. Þetta þykir auðvitað hin mesta hneysa, ekki sæmandi að líta á konur sem hverja aðra neysluvöru, ætlar maðurinn að gogga upp í sig smásnittur með annarri hendinni og næla sér í kvenmannskropp með hinni eða hvað? Halda áfram að lesa
Þegar Ómar kjamsaði á kjömmunum
Í umræðunni um hina alræmdu klámvæðingu og hlutgervingu kvenna, ber nokkuð á þeirri hugmynd að það sé nýnæmi að karlmenn líti á konur sem kynferðisleg þarfaþing. Í gær sá ég umræðu á netinu þar sem sú skoðun kom fram að í gamla daga hafi karlremba birst í því að líta á konur sem passivar og hjálparvana verur sem óþarfi væri að spyrja álits en í dag líti karlrembur ekki á konur sem viðkvæmar verur sem þarfnist verndar, heldur sem kynlífsleikföng.
Ég efast um að þarna hafi orðið nokkur stökkbreyting á. Lítum aðeins á þá dægurlagatexta sem fyrri kynslóðir ólust upp við. Ómar Ragnarsson söng um töffarann sem fór á sveitaball og gafst næði „til að gramsa þar og kjamsa þar á kjömmunum, jafnvel á ömmunum“. Halda áfram að lesa
Dömur mínar og nauðgarar
Herrar mínir og hórur… Það þarf víst enginn að undrast þótt þessum bráðskemmtilega brandara hafi verið illa tekið. Halda áfram að lesa