Í viðtali við DV um daginn sagðist Hildur Lilliendahl telja að kynferðisofbeldi ætti sér sjaldan rót í hreinræktaðri illsku heldur í mannlegum eiginleikum sem hægt er að hafa stjórn á svosem eigingirn, yfirgangssemi og tillitsleysi. Ég held að þetta sé rétt hjá henni. En spáum líka aðeins í það hvaða orð við notum mest þegar við lýsum kynhvöt og kynhegðun. Íslenskan á gnægð orða sem tengja kynfrelsi við gleði, lífsnautn og sjálfstraust en gúggull vinur minn fullyrðir að við notum orð eins og graður og gredda mun oftar en frygð og tilkippileg. Drusla er algegara en öll jákvæð orð sem ég þekki um léttúðugar konur samanlagt.
Og spáið í eitt. Orðið „nauðgun“ gefur 1,350,000 leitarniðurstöður hjá google.
„Elskast“ gefur 19,400 niðurstöður,
„samfarir“ 98,000,
„kynmök“ 88,100
„sofa hjá“ 435,000
„kynlíf“ gefur 2,260,000 leitarniðurstöður, töluvert fleiri en „nauðgun“ en er það samt ekki dálítið umhugsuarvert hversu mikið við tölum um nauðganir? Og hér tek ég reyndar bara að tala um eina beygingarmynd af hverju orði og ekkert hægt að alhæfa út frá þessum tölum en ég held að hér sé samt ákveðin vísbending um að „nauðgunarmenning“ eigi kannski frekar við um samfélag sem er með nauðganir á heilanum en samfélag sem samþykkir nauðganir.