Harmageddon og paródíukrísan

poe

Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. Halda áfram að lesa

En ég mun samt ekki ræða Erp á feminiskum forsendum

mellur

Þrátt fyrir að ég tæki það skýrt fram í pistli mínum í gær að ég væri ekki að kalla eftir gagnrýni á Erp Eyvindarson eða ætlast til þess að feministar gagnrýndu annað en þeim bara sýnist, hafa viðbrögðin að miklu leyti snúist um það hvort eigi að gagnrýna Erp og hvort það séu þá feministar sem eigi að taka það að sér eða ég sjálf. Halda áfram að lesa

Kynbundið ofbeldi

Hér er dæmi um kynbundið ofbeldi sem enginn áhugi er fyrir þar sem það beinist ekki að réttu kyni.

Hugtakið kynbundið ofbeldi er oft notað um allt ofbeldi sem karlar beita konur hvort sem það hefur eitthvað með kyn að gera eða ekki. Almennur skilningur á hugtakinu er sá að það eigi við um ofbeldi sem fólk yrði ekki fyrir ef það tilheyrði hinu kyninu og það er þannig sem það er notað í fjölmiðlum. Samt sem áður aðeins um ofbeldi gegn konum.

Halda áfram að lesa

Hugleikur

mindfuck

Hugleikur Dagsson er skemmtilegur listamaður. Ég kaupi bækurnar hans handa fermingarbörnum. Og nei, ég hef ekki áhyggjur af því að ungviðið misskilji samfélagsádeilu Hugleiks og haldi að hann sé að mæla með fjöldamorðum og barnaníði.

Og Hugleikur er ekki bara góður listamaður. Hann er líka svo góður strákur. Það hefur hann sjálfur staðfest. Hulli er ekki douchebag. Hulli segir ekki fólki að hoppa upp í tussuna á sér. Svo er hann líka feministi og þar með góð fyrirmynd. Halda áfram að lesa

Mansal

Málið er rannsakað sem mansalsmál en ekki talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Til hamingju RÚV. Ykkur hefur tekist að ganga lengra en Stígamót í því að svipta orðið mansal merkingu sinni.

Mansal er í dag notað um öll viðskipti með fólk svo ef þetta er rannsakað sem mansalsmál þá er annaðhvort grunur um barnsrán eða að þau hafi keypt barnið. Það að fram komi að ekki leiki grunur á „misnotkun“ vekur hinsvegar spurningu um það hvort þau hafi borgað staðgöngumóður fyrir þjónustu. Ef svo er þá er það ekki mansal og óþolandi að þessu tvennu skuli vera ruglað saman. Í því tilviki væru þau hinsvegar líffræðilega skyld barninu. Það er útilokað að ráða af fréttinni hvað þetta snýst um en að tala um mansal sem eitthvað sem ekki er misnotkun, það er krossvangefið.

Hvað hafið þið á móti eigindlegum rannsóknum?

gervivísindi

Í félagsvísindum eru til tveir flokkar rannsókna, megindlegar og eigindlegar. Í umræðu um aðferðafræði kynjafræðinga ber á því viðhorfi að svokallaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir komi í staðinn fyrir eða séu jafnvel betri en megindlegar rannsóknir og því sé fráleitt að tala um að kynjafræðirannsóknir standist ekki vísindalegar kröfur. Halda áfram að lesa