Birta: Segðu mér nú ekki að þú ætlir að fara að búa til vandamál dramadrottningin þín.
Eva: Þvert á móti, ég ætla að fyrirbyggja að það verði vandamál.
Birta: Þú tekur þessu of alvarlega. Það er ekkert að ræða, þið eruð ekki einu sinni ósátt.
Eva: Ekki núna nei, en Pegasus sagði einu sinni að flest hræðileg flugslys hefði mátt fyrirbyggja ef áhöfnin hefði tekið mark á litlu, ómerkilegu aðvörunarljósi, sem virtist bara vera „eitthvað tilfallandi“. Halda áfram að lesa
Skárra en á horfðist
Það kostaði mig 12.700 kr að taka mark á löggunni. Aldrei að trúa löggum. Jújú, kannski um það sem snýr að löggæslu en ekki því sem snýr að bílaviðgerðum. Því ef viðkomandi væri bifvélavirki þá væri hann sennilega að vinna fyrir almennilegum launum en sem þræll hjá Birni marskálk. Halda áfram að lesa
Þrjár fljótlegar leiðir til að missa vitið
1. Reiknaðu með að fólk meini það sem það segir, farðu á límingunum í hvert sinn sem einhver stingur þig í bakið en treystu honum samt aftur. Halda áfram að lesa
Torrek
Allir sem þekkja mig almennilega eru í útlöndum.
Sumt fólk verður svo stór hluti af sálinni í manni að það er óþarfi að syrgja það þegar það fer. En svo bara kemur samt að því.
Út vil ek!
Sonur minn Byltingin er farinn út í víða veröld. Aftur. Fannst eitthvað svo ómögulegt að vera svona reynslulaus. Það hafa nefnilega ALLIR séð heiminn nema Haukur. ALLIR hafa farið til Indlands og Kína og Afríku.
Hann hefur nú reyndar ferðast töluvert meira en ég en en það stendur til bóta. Í haust. Kannski fyrr. Vonandi fyrr. Mér finnst satt að segja ekki eftir neinu að bíða, bara spurning um það hvernig varður hagar fjármálum og öðrum praktískum hlutum.
Hnútur
Vaknaði í svitabaði og með hnút í maganum og skildi ekkert hversvegna. Það er sjaldgæft að ég stressi mig yfir engu en þótt ég færi samviskusamlega yfir allt sem gæti orsakað þetta ástand fann ég enga rökrétta skýringu. Bara eins og eitthvað óþægilegt væri í aðsigi.
Ég fór til Pegasusar til að gá hvort hann væri að setja í dömpgírinn en sá ekkert sem benti til þess. Samt hvarf hnúturinn ekki. Ekki fyrr en ég fékk pínu óþægilegt símtal.
Hann er horfinn núna. Og bíllinn minn sennilega ónýtur. Enginn meiddist.
Hvað er að gerast þarna inni?
Iðulega berst Nornabúðinni tölvupóstur sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Mig vantar einhvern góðan galdur. Hvað geturðu ráðlagt mér?“
Ætli þetta sama fólk skrifi fataverslunum tölvupóst með skilaboðunum: „Mig vantar einhverja góða flík. Hvað geturðu ráðlagt mér?“
Mér finnst þó enn furðulegra þegar fólk kemur inn í búðina og segir „mér er sagt að ég sé skyggn, hvað geturðu ráðlagt mér?“
Með fullri virðingu – eða ekki
Drinng!
Nornin: Eva.
Rödd í símanum: Sæl Eva ég heiti Halldór (eða kannski hét hann Kristján eða Helgi eða Sigurjón, ég man það bara ekki) og hringi frá lögreglunni. Við þurfum að birta þér fyrirkall. Hvar ertu stödd? Halda áfram að lesa
Húsráð
MFÍK og félagið Auður þurftu auðvitað endilega að halda aðalfundi sína á sama tíma. Enda útilokað að hægt sé að vera friðarsinni og frumkvöðull í senn. Ég setti Friðarhúsið ofar þar sem er enginn skortur á frumkvöðlum á Íslandi en hinsvegar fáir sem telja að undirokun og manndráp komi þeim við. Að vísu skal viðurkennast að dásamlegt lasanja, rauðvín og Svavar Knútur vógu alveg til hálfs á við málstaðinn, enda lét ég mig hverfa fljótlega eftir matinn. Þykist reyndar hafa góða afsökun en auk þess hef ég síðustu 10 árin þróað með mér andstyggð á hverjum þeim fundi þar sem þáttakendur eru fleiri en þrír. Halda áfram að lesa
Bráðum, bráðum
Á föstudaginn mun fyrsta manneskjan sem ég býð góðan dag, ekki urra á mig með ygglibrún. Enginn mun tuða yfir hitastiginu á kranavatninu eða skamma mig fyrir það hvernig veðrið er. Halda áfram að lesa
Point of no return
Sunnudagur.
Kaffi og pönnukökur en að öðru leyti er lítill sunnudagur í mömmunni sem pakkar bókunum sínum í kassa á meðan börnin sveimhugast um íbúðina. Mamman minnir á fyrirætlanir sínar um að festa geymslu á mánudagsmorgun og mætir fullum skilningi hjá ungviði sem álítur ranglega að það sé svo lítið mál að koma persónulegu dóti og fatnaði burt að það sé engin ástæða til að byrja á því með 12 klukkustunda fyrirvara. Halda áfram að lesa
Róttæk aðgerð
Ætli maður að ýta ungunum út úr hreiðrinu í alvöru, þarf maður einnig að tryggja að þeir taki dröslin sín með sér. Hætt er við að ungmenni leggi undir sig hluta af heimilinu löngu eftir að þau eru flutt út og ég hef ekki í hyggju að reka búslóðageymslu fyrir börnin mín. Bílskúr pabba míns þjónaði okkur systrunum sem geymsla þar til hann seldi húsið og ég ákvað, m.a.s. áður en ég fjarlægði síðustu kassana mína, að læra af hans reynslu.
Halda áfram að lesa
Örþrif
Ég örþreif. Og þá á ég ekki við að ég hafi þvegið upp og dustað poppkornsagnir úr sófanum.
Ligg andvaka í rúmi Pegasusar og bylti mér. Halda áfram að lesa
Svooo boooooring!
Mér þykir miður að við skyldum bjóða þér í svona leiðinlegt partý, sagði Miriam, einlæg.
Ég lyfti brúnum í forundran. Sá alls ekki þessi meintu leiðindi. Þvert á móti finnst mér notalegt að geta haldið uppi samræðum við skemmtilegt og siviliserað fólk, án þess að þurfa að öskra. Drykkjuskapur í hófi, enginn leiðinlegur, enginn grenjandi, ælandi eða haldandi ógnarlangar einræður. Ég hafði satt að segja átt von á meiri hávaða, meiri drykkju og ruddalegri umgengni í þessu byltingarafmæli. Halda áfram að lesa
Saltkjöt
Við fórum á þorrablót ásatrúarfélagsins í gær. Fengum (auk hefðbundins þorramatar) heitt saltkjöt og saltað folaldaket en ég minnist þess ekki að hafa fengið slíka guðafæðu á þorrablóti fyrr. Halda áfram að lesa
Bóndadagur
Fyrir nokkrum árum ætlaði kona ein ástfangin að halda bóndadaginn hátíðlegan með pompi og prakt. Það tókst ekki betur til en svo að maður sá er hún áleit bestan kandidat í hlutverk síns framtíðarbónda var farinn í vinnuna kl 6:15 um morguninn og kom ekki heim fyrr en 11:40 um kvöldið. Sú ástsjúka hafði nefnt það við hann daginn áður hvort hann gæti hætt snemma svo hún gæti boðið honum út að borða en hann vildi ekki heyra á það minnst. Hafði átt afmæli nokkrum dögum áður og sagðist ekki nenna meiri gleðskap í bili en auk þess hefði hún ekkert efni á því að bjóða honum út. Frábað sér einnig gjafir í nafni meintrar fátæktar unnustunnar. Halda áfram að lesa
Gott
Fyrir einu ári ákvað ég að galdra til mín frábæran mann sem ég yrði bálskotin í. Ég hafði galdrað til mín marga áður, bæði fávita og líka mjög góða og almennilega menn en ég bara varð ekkert skotin í þeim góðu og þar sem ég á fávitafælu urðu engin sambönd úr þreifingum fávitanna. Halda áfram að lesa
Ekkert svo djúpt grafið
Mér fannst það þversagnakennt. Hálfgerð ráðgáta. Ekki var hann bældur og inní sig, svo mikið var víst, enda missti ég áhugann á því að verða sálfræðingur fyrir margt löngu og held að ég þyrfti verulega stórt áfall til að nenna að eiga bældan kærasta. Halda áfram að lesa
Ást
Spurðu þína nánustu; ‘þykir þér vænt um mig’? og ef er ekki eitthvað mikið að er svarið afdráttarlaust ‘já’, jafnvel þegar það er lygi. Spurðu þann sama; ‘þykir þér vænt um sjálfa(n) þig’? og að öllum líkindum færðu hikandi; ‘ha? jaaaaá… jújú’. Halda áfram að lesa
Skuggar
Maðurinn er það sem hann gerir. Og þótt athafnir spretti af hugsun þá er besta fólkið ekki endilega það sem hugsar aldrei neitt ljótt. Sá sem ekki hefur hugrekki til að horfast í augu við skrímslið í sjálfum sér hefur sennilega heldur ekki hugrekki til að horfast í augu við heiminn. Maður þarf að sjá það ljóta til að takast á við það.
Þegar upp er staðið er það sem gerir þig að góðri manneskju einfaldlega viðeitni þín til að setja þig í spor annarra. Og það ætti ekki að vera svo erfitt því hjörtunum svipar saman, þrátt fyrir alllan mannanna misskilning. En þú getur ekki sett þig í spor annars manns nema þú skiljir skrímslin hans.