Saltkjöt

Við fórum á þorrablót ásatrúarfélagsins í gær. Fengum (auk hefðbundins þorramatar) heitt saltkjöt og saltað folaldaket en ég minnist þess ekki að hafa fengið slíka guðafæðu á þorrablóti fyrr.

Ég hef sérstakt dáltæti á söltuðum kindum, hestakjötið er aðeins meira happdrætti. Ég verð samt að segja það sama og hann Darri minn sagði tveggja ára, þegar við vorum með hvorttveggja á borðum og ég spurði hvort honum þætti betra. Hann hugsaði sig lengi um en sagði svo:
Tvö gott kjöt.

Reyndar er ég almennt á því að kjöt eigi helst alltaf að bera fram heitt nema kannski ef það er notað sem álegg á smurt brauð. Þá á ég líka við hangiket, svið og slátur.

Ég át mikið saltkjöt í gær en samt langar mig í meira af því. Sem er í raun nóg til að sannfæra mig um óhollustu þess því þótt holl fæða geti bragðast dásamlega langar mig yfirleitt ekki í meira af því sama daginn eftir. Held samt að ég bíði með að sjóða saltkjöt fram á Sprengidag, sem reyndar nálgast óðfluga.

Óháð ofangreindu: ég er með undarlega meinloku. Get hreinlega ekki skrifað félags, í fyrstu tilraun. Skrifa alltaf félgas. Kannski er ég með félgas-heilkenni.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Saltkjöt

  1. ————————

    svið eru að mínu mati nær óæt köld, köld lambafita gengur bara engan veginn. Sama gildir um kalt slátur. Heitt, hins vegar, mmmm! Kransæðakítti dauðans.

    Posted by: hildigunnur | 27.01.2008 | 0:18:15

    —   —  —

    mmm…saltkjöt..mmmm…hrossakjöt. ég er svöng.

    get hámað svona í mig bæði heitt og kalt.

    Posted by: baun | 27.01.2008 | 10:36:52

Lokað er á athugasemdir.