Svooo boooooring!

Mér þykir miður að við skyldum bjóða þér í svona leiðinlegt partý, sagði Miriam, einlæg.

Ég lyfti brúnum í forundran. Sá alls ekki þessi meintu leiðindi. Þvert á móti finnst mér notalegt að geta haldið uppi samræðum við skemmtilegt og siviliserað fólk, án þess að þurfa að öskra. Drykkjuskapur í hófi, enginn leiðinlegur, enginn grenjandi, ælandi eða haldandi ógnarlangar einræður. Ég hafði satt að segja átt von á meiri hávaða, meiri drykkju og ruddalegri umgengni í þessu byltingarafmæli.

Í alvöru! kveinaði Miriam, húsið var ennþá hreint þegar við vöknuðum í morgun. Hversu ömurlegt þarf partýið að vera til þess?

Ég býst við að börnin mín álíti hugmyndir mínar um skemmtilegheit endurspegla háan aldur minn en í fullri einlægni, ég hef aldrei skilið hvað er skemmtilegt við mixtúruna ærandi hávaði, ofurölvun, reykmökkur, óhreinir öskubakkar og bjórdósir úti um allt. Kannski er ég fædd gömul.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Svooo boooooring!

  1. ——————–

    hei, svona finnst mér líka skemmtilegast – og hefur reyndar þótt töluvert lengi…

    Posted by: hildigunnur | 28.01.2008 | 10:40:54

Lokað er á athugasemdir.