Sonur minn Byltingin er farinn út í víða veröld. Aftur. Fannst eitthvað svo ómögulegt að vera svona reynslulaus. Það hafa nefnilega ALLIR séð heiminn nema Haukur. ALLIR hafa farið til Indlands og Kína og Afríku.
Hann hefur nú reyndar ferðast töluvert meira en ég en en það stendur til bóta. Í haust. Kannski fyrr. Vonandi fyrr. Mér finnst satt að segja ekki eftir neinu að bíða, bara spurning um það hvernig varður hagar fjármálum og öðrum praktískum hlutum.
————————————————
Mér finnst stundum eins og ég sé eina manneskjan sem ekki hefur stundað hugleiðslu á toppi Himalayafjalla eða búið í tjaldi í Gobí-eyðimörkinni.
Posted by: Elías Halldór | 3.02.2008 | 16:42:21
— — —
já. og ég hef ekki einu sinni komið til Færeyja.
Posted by: baun | 4.02.2008 | 9:16:07