Fertugri en í fyrra

Paul Simon ætlar að halda upp á afmælið mitt í sumar. Ég klikkaði alveg á því að fagna fertugsafmælinu mínu í fyrrasumar, fannst það fyrirstaða að ég var ekki búin að fá íbúðina afhenta og börnin mín voru á ferðalögum. Ég er að hugsa um að bæta það bara upp í sumar. Er annars nokkuð of seint að fagna því að maður sé fertugur þótt maður sé einu ári betur? Er ég ekki bara ennþá fertugari fyrir vikið?

Svo má náttúrulega deila um það hvort ég er í rauninni almennilega fertug. Ég hélt alltaf að fertugar konur hlytu óhjákvæmilega að eiga Kitchen Aid hrærivél og tvo útsaumaðaða rococcostóla en ég á hvorugt. Og plís ekki gefa mér neitt sem gæti hugsanlega flokkast sem rocooco neitt. Mig langar hinsvegar í hrærivél og það hlýtur að vera nógu fertugt.

Ég er svosem ekki ákveðin í því að halda partý en Paul Simon verður allavega heiðraður með nærveru minni fyrst hann er að koma.

Merktur þvottur

Þegar ég las þessa færslu hennar Lindu, rifjaðist upp fyrir mér umfjöllun sjónvarpsins fyrir nokkrum mánuðum um nærbuxnaskort á sjúkrahúsunum. Fólk ku víst fara í spítalabrókunum heim og lætur svo undir höfuð leggjast að skila þeim aftur. Nærbuxurnar eru víst sá hluti spítalatausins sem stærsta skarðið er höggvið í en einnig virðist vera eitthvað um að handklæði og fleira lendi einhvernveginn í töskum sjúklinga. Ekki nóg með það, heldur nota sumir spítlaþvotinn heima í stað þess að skila honum. Allavega sá ég gjarnan spítalahandklæði og nærfatnað á þvottasnúru í fjölbýlishúsi sem ég bjó einu sinni í.

Ég þykist nú vera tiltölulega laus við að stjórnast af snobbi sjálf en verð samt að viðurkenna að algjörlega óháð því hvað er erfitt að villast á spítalanaríustælnum og Victoría´s Secret, þá finnst mér eitthvað hroðalega ódannað og hallærislegt við að nota þvott sem er merktur sjúkrahúsi, sundlaug eða öðrum opinberum stað utan hans. Ég skil að nærfatnaður geti í einstaka tilvikum farið heim með sjúklingum, þótt það ætti varla að þurfa að vera algengt en hvað er fólk að eiginlega hugsa þegar það tekur handklæði með sér heim úr sundi eða af spítala?

Ég á bara eitthvað svo bágt með að trúa að þetta sé sparnaðarráðstöfun og mig langar í alvöru mikið til að vita hversvegna fólk gerir þetta.

 

Skrýtið móðg

-Þú móðgaðir mig, sagði hún, þegar þú sagðir að það væri áhugamál mitt að fylgjast með America´s next Top Model og fletta tískublöðum.

-Nú, er það ekki einmitt rétt? sagði ég hvumsa og veit satt að segja ekki hvort ég var hvumsari yfir því að hún hefði móðgast eða yfir því að vafi gæti leikið á þessu áhugasviði hennar.
-Ég hef gaman af að fletta tískublöðum en það er ekki áhugamál, sagði hún og þar sem hún hefur nú samt sem áður býsna augljósan áhuga á tísku og tískuheiminum, áttaði mig á því að málið snerist ekki um það hvort hún hefði áhuga á tísku, heldur um það hvort tíska væri merkilegt eða ómerkilegt áhugamál. Halda áfram að lesa

Ást

Anna: Ó Eva, þú ert maðurinn sem mig hefur alltaf dreymt um. You complete me!
Eva: Ó Anna, þú ert feðgur drauma minna, faðirinn, sonurinn og hinn heilagi ostur.
Anna: Skálum í ostborgara fyrir því.

Cheese!

Blár

Er munur á einsemd og frelsi? spurði Elías.
Já, mikill munur, jafn mikill munur og offitu og marengstertu, sagði ég.

Ég hef verið ein og einmana og ég hef verið í sambúð og einmana, mér líkar það fyrrnefnda betur. Ég hef verið einhleyp og frjáls og ég hef verið elskuð og frjáls, mér líkar það síðara betur.

Að vísu getur of mikið frelsi gert mann einmana en einsemdin gerir mann ekki frjálsan.
En jú, ég sé tengslin og það veit ég af eigin raun að sannleikurinn mun gjöra yður einmana; á tíðum ákaflega einmana en ekki samt endilega frjálsa.

Af fávitum og fávitafælum

Vinkona mín er í þeirri óskemmtilegu aðstöðu að vera ofsótt af raðböggara. Ég er ekki að tala um þessa hefðbundnu gerð af fávita sem gleymir afmælum, segist ætla að hringja en gerir það svo ekki eða lætur sig hverfa vikum saman og skýtur svo upp kollinum til að rugla í henni þegar hann vantar athygli. Ég er löngu búin að finna ráð gegn slíkum kónum. Halda áfram að lesa

Bísam

Eva: Hvort þætti þér verra; að vera utangarðs út á það sem þú ert eða að njóta viðurkenningar út á eitthvað sem þú ert ekki?
Ljúflingur: Ég held að gagnvart hópnum vilji flestir vera inni, jafnvel út á falska ímynd. Ekki kannski þú en flestir eru háðir félagslegri viðurkenningu.
Eva: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér en gildir annað gagnvart nánum samböndum en hópnum?
Ljúflingur: Jaaaaá, viljum við ekki geta tekið niður grímurnar í nokkuð góðri vissu um að við séum elskuð þrátt fyrir að vera eins og við erum?
Halda áfram að lesa

Hmmmm…

Karlmannleg örvænting?

Flokkast það semsagt ekki sem merki um örvæntingu þegar konur leggja á sig mishættulegar fegrunaraðgerðir, eru í krónískri megrun frá 12 ára aldri og fara með 15% tekna sinna í snyrtivörukaup? Eða er það ekki eins athyglisvert af því að þær eru örvæntingarfullar frá unglingsaldri?

 

Glimrandi

Minningartónleikarnir um Vilhjálm Vilhjálmsson fóru langt fram úr væntingum.

Borghildur var virkilega í skýjunum, hafði alls ekki búist við neinu merkilegu, og þar sem hún er 6 árum yngri en ég hefur hún líklega ekki gert sér neina grein fyrir því hversu mörg dásamlega lög Vilhjálmur gerði vinsæl. Eða gerðu hann vinsælan, sem er allt eins líklegt.

Hafi ég nokkurntíma verið í vafa um að Stebbi Hilmars hefði átt að fara í klassískt söngnám þá eyddu þessir tónleikar þeim efasemdum að fullu.

Já og ég hef víst alveg gleymt að hæla Snorra Hergli fyrir standöppið á miðvikudaginn. Það var bráskemmtilegt. Ég held að mín innri menningarspíra sé að koma til eftir langan vetur. Ég hef ekkert farið í leikhús eða yfirhöfuð gert neitt fyrir sálina í mér í marga mánuði. Ekki fyrir hárið á mér heldur en nú er helvítið hann mars næstum búinn.

Fling

Kurteisishjal höfðar ekki sérstaklega til mín og eftir stutt spjall um daginn, veginn og verðlagið, spurði ég hreint út:
-Og einhver ást í spilinu?
-Ég er ennþá með sama flingið og síðast,
 svaraði hann.
-Áttu við þessa sem kom með þér hingað fyrir jólin? spurði ég og jú þaðvar víst sú sama. Halda áfram að lesa

Hákarl

Markmið, markmið, heimurinn æpir markmið. Það er töfrabragð nútímans. Ef þú veist ekki hvert þú ætlar, þá kemstu ekki þangað. Ef þú vilt ekkert, þá færðu ekkert. Ef þú hefur ekki framtíðarplan mun nokkuð hræðilegt henda þig -nefnilega ekkert! Halda áfram að lesa

Ókunnug kona hefur skráð þig sem vin

Á þessum árum frá því að ég uppgötvaði vefbókina, hef ég eignast nokkra bloggkunningja. Slík sambönd verða til á svipaðan hátt og önnur kunningjasambönd. Ég sé áhugavert komment frá Siggu á blogginu hans Jóa, les bloggið hennar Siggu og svara færslu frá henni, set kannski tengil á hana á mitt blogg, hún fer að lesa mína vefbók og einn daginn er kominn tengill á mig á bloggið hennar. Tengsl hafa myndast. Stundum slitna þau strax, stundum styrkjast þau. Halda áfram að lesa

Klipp

Ég þarf að fara til háraðgerðafræðings. Hef ekki farið í klippingu í 8-9 mánuði og ég er með hár sem er álíka gróft og kóngulóarvefur og slitnar hraðar en það vex. Höfuðgæran á mér á semsé lítt slikt við heilbrigði og silkiglans þessa dagana. Hlynur er hættur og ég er nánast í sorg yfir því. Mér finnst miklu verra að láta ókunnugt fólk vesenast í hárinu á mér en að fara í krabbameinsskoðun.

Gottámig

Mig verkjar í vöðva sem ég vissi ekki að ég hefði. Og neinei, það stendur ekki í neinu sambandi við sundurliðaða rúmið mit enda hafa allir mínir bólfimivöðvar haft mjög ötulan einkaþjálfara síðustu mánuði. Það eru vöðvar í herðum og handleggjum sem æpa nánast sjálfir við hverja hreyfingu og það er algerlega sjálfri mér að kenna. Ég sleppti því að teygja mig eftir æfingu. Ekki spyrja hvað ég var að hugsa, það hefur augljóslega verið allt annað en gáfulegt.

Brumknappar

Mér finnst svo gaman að umgangast hana Borghildi systur mína þessa dagana. Fólk sem er upplýst og víðsýnt og hefur kynnt sér málin frá aðeins öðrum sjónarhornum en maður sjálfur er yfirleitt áhugaverður félagsskapur og þegar við bætist löng hrina af góðum ákvörðunum og heillavænlegri afstöðu til manna og málefna, þá finnur maður líka fullt af hlutum sem maður gæti sjálfur breytt hjá sér án mikillar fyrirhafnar. Velgengni er smitandi og systir mín hefur allt aðrar og miklu skynsamlegri hugmyndir um velgengni nú en fyrir tíu árum. Halda áfram að lesa

Sálfræði tragedíuplebbans

Tragedíupleppinn er algeng manngerð sem hefur þó ekki fengið verðskuldaða athygli innan sálarfræðinnar. Tragedíuplebbinn er gjarnan afkastakátur moggbloggari, duglegur við að endursegja fréttir af hneykslismálum, ofbeldismálum og ýmsum hjákátlegum uppákomum en forðast allar umræður sem krefjast þess að hann noti í sér heilatuðruna til að afla upplýsinga og mynda sér sjálfstæðar skoðanir. Halda áfram að lesa

Lausar skrúfur

-Get ég aðstoðað, spurði afgreiðslumaðurinn, þar sem ég stóð við skrúfurekkann í Byko og reyndi (greinilega með góðum árangri) að líta út eins og bjargarlaus kona.
-Mig vantar svona skrúfur með hvössum enda, eins og t.d. þessar, en það þarf líka að vera ró eða eitthvað svoleiðis til að halda á móti, sagði ég.

Halda áfram að lesa