Brumknappar

Mér finnst svo gaman að umgangast hana Borghildi systur mína þessa dagana. Fólk sem er upplýst og víðsýnt og hefur kynnt sér málin frá aðeins öðrum sjónarhornum en maður sjálfur er yfirleitt áhugaverður félagsskapur og þegar við bætist löng hrina af góðum ákvörðunum og heillavænlegri afstöðu til manna og málefna, þá finnur maður líka fullt af hlutum sem maður gæti sjálfur breytt hjá sér án mikillar fyrirhafnar. Velgengni er smitandi og systir mín hefur allt aðrar og miklu skynsamlegri hugmyndir um velgengni nú en fyrir tíu árum.

Hafi ég nokkurntíma gefið í skyn að það gæti verið óskynsamlegt að læra það sem maður hefur ástríðu fyrir, þá ét ég það hér með ofan í mig. Ég vona systur minnar vegna að hún haldi áfram að læra nákvæmlega það sem henni bara sýnist og setji praktíkina aldrei í fyrsta sæti. Jafnvel þótt hún eigi aldrei eftir að nota þetta nám, þá getur það aldrei verið ónýtur tími sem fer í að víkka sjóndeildarhringinn, öðlast skilning á sögunni, listinni og mismunandi hugsunarhætti og læra að tjá sig á almennilegri íslensku.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Brumknappar

  1. —————————————-

    Hún er nú dúlla 🙂

    Posted by: Hulla | 25.03.2008 | 22:21:59

    —   —   —

    Nei hún Borghildur er ekki dúlla. Leónóra er dúlla. Hún er sjö ára. Systir okkar er hinsvegar greind, flott og sjálfstæð kona. Ekki dúlla.

    Posted by: Eva | 25.03.2008 | 22:25:29

    —   —   —

    Þú ert dúlla!

    Posted by: Hulla | 27.03.2008 | 10:16:51

    —   —   —

    Ég veit að þú meinar þetta ekki illa elskan. Þig skortir bara tilfinningu fyrir málinu.

    ‘Dúlla’ sbr enska orðið doll = dúkka.

    Dúlla er eitthvað barnslega sætt. Eitthvað sem er saklaust og varnarlaust, verður seint talið mannvitsbrekka en hefur þó vit á nota kjánaskapinn í sér til að heilla fólk. Eitthvað sem sem vekur góðlátlega kímni og verndarþrá. T.d. hvolpur, smábarn eða Sveppi.

    Posted by: Eva | 27.03.2008 | 12:08:29

    —   —   —

    Sveppi ER dúlla dauðans 🙂

    Ég túlka dúllur greinilega allt öðruvísi en þú elsku krúttið mitt 🙂

    Posted by: Hulla | 27.03.2008 | 20:50:09

Lokað er á athugasemdir.