Gottámig

Mig verkjar í vöðva sem ég vissi ekki að ég hefði. Og neinei, það stendur ekki í neinu sambandi við sundurliðaða rúmið mit enda hafa allir mínir bólfimivöðvar haft mjög ötulan einkaþjálfara síðustu mánuði. Það eru vöðvar í herðum og handleggjum sem æpa nánast sjálfir við hverja hreyfingu og það er algerlega sjálfri mér að kenna. Ég sleppti því að teygja mig eftir æfingu. Ekki spyrja hvað ég var að hugsa, það hefur augljóslega verið allt annað en gáfulegt.

Best er að deila með því að afrita slóðina