Hjartað býr enn í helli sínum

Hvernig kynnist maður manneskju sem vill ekki tala um persónuleika sinn eða svara neinum spurningum sem gætu gefið innsýn í karakterinn (eins og t.d. hvort finnst þér verri tilhugsun að missa sjón eða heyrn eða ef þú værir hús, hvernig hús værirðu þá?)

Vill ekki tala um fortíð sína eða framtíðarplön, ekki segja skoðun sína á neinu máli sem hægt er að vera ósammála um eða tala um neitt sem getur verið óþægilegt að leiða hugann að. Afgreiðir kvikmyndir, bækur og annað menningarefni með gott, leiðinlegt og ágætt en fæst ekki til að ræða efnið af neinni dýpt, allra síst ef fókusinn er á samskipti eða tilfinningalíf. Gefur mest lítið út á það sem viðmælandinn segir ef er séns í helvíti að það geti kallað á

Ég á ekkert erfitt með að spyrja um vinnuna og veðrið ef tilgangurinn er bara sá að halda uppi samræðum, en hvernig í fjandanum kemst maður að því hvernig fólk hugsar ef það talar aldrei um neitt sem skiptir máli? Ég hef búið með einum slíkum í 19 ár og þótt hann sé sonur minn veit ég ennþá næsta lítið um það sem fer fram í hausnum á honum. Hvað ætli það tæki meðalkonu langan tíma að kynnast honum og hvað ætli tæki mig langan tíma að kynnast fullorðnum manni með sambærilega dulrænu?

Best er að deila með því að afrita slóðina