Veturinn minn í Leeds átti ég vingott við geðbilað málfræðiséní. Hann safnaði biblíum og smokkaleiðbeiningum, því hann sagði að þetta tvennt væri nákvæmlega eins allsstaðar í heiminum og þessvegna nauðsynlegt þeim sem vildi læra sem flest tungumál. Hann færði mér gjöf á Valentínusardaginn og af því að við vorum ekki á Íslandi fannst mér það ekkert mjög asnalegt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: 4. hluti Nornabúðin
Klámsýki Gvuðs
Hahh þarna plataði ég þig. Þessi færsla snýst hvorki um Guð eða gvuð og því síður um klámsýki þeirra félaga.
Ég hef tekið eftir því að ef ég nefni guðdóminn eða eitthvað tengist hinu kynræna í titli færslunnar, eykst aðsóknin á síðuna um 100-150%.
Ég ætlaði bara að tékka á því hvað gerðist ef ég nefndi hvorttveggja :-Þ
Ástúð
Það er ekki af illgirni, (ég myndi alveg viðurkenna það ef svo væri) sem mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég sé mistök hjá manni sem ég hef svo mikið álit á að ef ég væri ekki viss hefði ég sagt nei, þetta er áreiðanlega ekki hann, þetta eru allt of klaufaleg mistök til að það geti staðist. Halda áfram að lesa
Dýpra en bliss
Ég sá Glæp gegn diskóinu í gær. Það er góð saga en mig vantar almennilegt íslenskt orð yfir tilfinninguna sem góð saga skilur eftir. Halda áfram að lesa
Sál mín situr á fjósbita
Oftast fara skoðanir mínar og tilfinningar saman. Svo upplifi ég þessi undarlegu augnablik þegar hjartað segir eitthvað allt annað en höfuðið. Það er skrýtið. Halda áfram að lesa
Þarfatrapísan
Ég skil neysluhyggju, svona að vissu marki.
Ég skil alveg löngunina til að eiga allskonar fínt og gera allkonar gaman.
Ég skil líka þörfina fyrir stöðutákn.
Ég hef aldrei haft gaman af að þræða útsölur og það veldur mér of mikilli vanlíðan að vera blönk til að ánægjan af nýjum hlutum bæti það upp, en ég veit að verslunaræði er eins og hver önnur fíkn, óheppileg viðbrögð við óhamingju Halda áfram að lesa
Er samhengi milli kynlífsvanda og heimsku?
Ég er búin að sjá tvo þætti af sex inspectors. Mér finnst stjórnendur þáttanna benda á marga góða punkta en er komin að þeirri niðurstöðu að kynlífsvandamál þessa fólks stafi fyrst og fremst af ólýsanlegri heimsku.
Ég meina, spáið aðeins í hugsunarferil parsins sem var í þættinum í gær. Halda áfram að lesa
Allt að gerast
Vika þar til við fáum aukarýmið afhent. Leirbrennsluofn fylgir. Vííí!
Hryðjuverkavopn endurheimt
Syni mínum Byltingamanninum lukkaðist eftir talsvert þóf að endurheimta pennann sem Vörður laganna og félagi hans gerðu upptækan þegar hann mætti á álráðstefnu síðasta föstudag.
Halda áfram að lesa
Ákall til íslenskra kynvillinga
Ég hef séð tvo þætti af Auga öfuguggans. Þar er sko þjónusta sem ég væri til í að hafa aðgang að.
Plííís! Ef glaðbeittur hópur íslenskra kynvillinga er að hugsa um að búa til svipaða þætti hér heima, má þá sonur minn Sveitamaðurinn vera fyrsta verkefnið?
Afrek helgarinnar
Fór með Ökuþórinn á Geisjumyndina á föstudagskvöldið. Ég átti ekki von á japanskri mynd og ætla því ekki að svekkja mig á því þótt hún eigi meira skylt við amríska kvikmyndagerð. Sem slík er hún bara mjög vel heppnuð. Endirinn að vísu full amrískur fyrir minn smekk. Halda áfram að lesa
Launahækkun
Uppfinningamaðurinn hækkaði launin mín. Ég hef aldrei áður haft vinnuveitanda sem tekur það upp hjá sjálfum sér.
Nei, ég beitti ekki galdri til þess.
Hinsvegar ætla ég að galdra marga peninga handa honum á sunnudaginn, og hamingju líka. Ég held að hann langi í svoleiðis.
Spáð í stjörnurnar
Gulli stjarna tók viðtal við mig og útbjó stjörnukort sem er birt ásamt túlkun á sama stað.
Karakterlýsingin kemur skemmtilega á óvart.
Hún er ekki fullkomin en þó ekki óáreiðanlegri en mörg persónuleikapróf sem byggja á spurningum. (Þá er ég ekki að tala um quizilla heldur alvöru próf) Sex atriði eiga alls ekki við mig og ekkert er minnst á þrjá eiginleika sem eru mjög áberandi í fari mínu.
Að öðru leyti er þetta nokkuð nákvæm lýsing. Ég kíkti á nokkur önnur stjörnukort því ég átti svosem alveg eins von á að þetta væru svo almennar lýsingar að ég gæti skrifað undir hverja þeirra sem er en svo er reyndar ekki.
Dálítið forvitnilegt, eins og reyndar flestar þær aðferðir sem mannskepnan notar til að reyna að botna í sjálfri sér.
Klemma
Þegar skelfilega slæmur listamaður, sem ég kann vel við sem manneskju, álítur sjálfur að hann sé afskaplega góður listamaður og skilur ekkert í því að elítan skuli ekki veita því eftirtekt, reyni ég að forðast umræðuefnið við listamennirnir og verkin okkar hin vanmetnu.
Þegar viðkomandi biður mig svo að segja álit mitt á snilldinni, og mér er ekki stætt á því að segjast ekki dómbær, hvernig í fjáranum á ég þá að segja sannleikann án þess að svipta viðkomandi tilgangi lífins?
Til hvers heldur fólk eiginlega að gagnrýnendur séu? Er það ekki í þeirra verkahring að losa vini og vandamenn undan þeirri áþján að þurfa að segja listamanninnum að hann sé einfaldlega á rangri hillu?
Meiri ostur
Ekki datt mér í hug að 135 demparasalar á fylliríi, víðs vegar að úr heiminum, hefðu allir sem einn þolinmæði til að hlutsta á útskýringar álfkvenna á norrænum rúnum. Sér í lagi þar sem aðeins ein úr hópnum er nógu hávaxin og íðilfögur til að vekja þá athygli sem álfar verðskulda.
Álfkonugallinn var svo stór að ég minnti meira á hobbita í hveitsekk en álf en þetta var miklu skemmtilegra en ég átti von á.
Ég á fastlega von á að þetta verði aðeins upphafið að glæstum ferli okkar í ferðamannaþjónustu.
Neyðarlegt
Ég kveikti í nöglinni á mér!
Þetta er það hallærislegasta sem ég hef gert í þessari viku. Aulaverkur síðustu viku var samt verri.
Ég hringdi í Háskólabíó og spurði hvort væru eftir einhverjar sýningar á Kórnum. Stúlkan kom af fjöllum og sagðist ekki vita til þess að sú mynd væri á dagskrá frönsku kvikmyndahátíðarinnar. Halda áfram að lesa
Yfirlýsing hrokagikks 3
-Ég gef skít í þá skoðun að tvisvar sinnum tveir séu eitthvað annað en fjórir.
-Ég gef skít í þá skoðun að það sé í lagi að sumir menn undiroki aðra.
Sú skoðun að vera sem er alvitur og almáttug en leyfir ranglæti að viðgangast, sé samt sem áður algóð, er álíka órökrétt og stærðfræðidæmið.
Sú skoðun að hugmyndir allra góðra manna um gott og illt séu byggðar á ímynduðum vanþroska mannkynsins og að við munum sjá tilgang þjáningarinnar á dómsdegi er álíka sjúk og röng og kynþáttakúgun.
Þessvegna gef ég líka skít í þessa algengu hugmynd um Gvuð.
Ef einhver vill skilgreina virðingarleysi mitt gagnvart þeirri trúarhugmynd sem hroka er það sársaukalaust af minni hálfu. Ég ber enga virðingu fyrir þeirri skoðun heldur.
Yfirlýsing hrokagikks 2
Ég þarf ekkert að hlusta með opnum huga á þá „skoðun“ að tvisvar sinnum tveir séu eitthvað annað en fjórir. Stærðfræði byggir á staðreyndum og þ.a.l. er hugmyndin um að tvisvar tveir séu fimm, ekki skoðun, heldur bara kjaftæði.
Flestar skoðanir eru hinsvegar ekki byggðar á staðreyndum, heldur á öðrum skoðunum og það einmitt þessvegna sem þær eru umdeilanlegar. Ég byggi t.d. þá skoðun mína að þrælahald sé óréttlætanlegt, á þeirri hugmynd að allir menn séu fæddir með rétt til frelsis og að fyrir frelsissviptingu dugi ekki þau rök að það henti einhverjum vel að geta kúgað aðra.
Ég get ekki sannað að siðferðiskennd mín sé „rétt“. Engu að síður hlýt ég að hafa einhverjar hugmyndir um rétt og rangt. Ef einhver er mér ósammála hlusta ég á rök hans, en ef siðferðiskennd hans stangast í grundvallaratriðum á við mína (viðkomandi telur t.d. að sumir kynstofnar séu öðrum æðri) þá get ég ómögulega borðið virðingu fyrir þeim rökum.
Yfirlýsing hrokagikks 1
Þar sem ég er iðulega ásökuð um hroka, fyrir þá skoðun mína að trú á goðmögn og þjóðsagnaverur beri vott um dómgreindarskort, vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Ég ber enga, ég endurtek ENGA virðingu fyrir þeirri hugmynd að heiminum sé stjórnað af veru sem er í senn alvitur, almáttug og algóð. Halda áfram að lesa
Að eignast vin
Ég á ekkert erfitt með að kynnast fólki, þannig. Ég fer hinsvegar varlega í að gera kunningsskap að vináttu. Þegar ég eignast vini er ég meðvituð um það, það gerist ekki svona óvart smátt og smátt.
Ég á ekki við að engin þróun verði á sambandi mínu við vini og kunningja en ég held að ég geri skýrari greinarmun á þessu tvennu en flestir aðrir. Halda áfram að lesa