Spáð í stjörnurnar

Gulli stjarna tók viðtal við mig og útbjó stjörnukort sem er birt ásamt túlkun á sama stað.
Karakterlýsingin kemur skemmtilega á óvart.

Hún er ekki fullkomin en þó ekki óáreiðanlegri en mörg persónuleikapróf sem byggja á spurningum. (Þá er ég ekki að tala um quizilla heldur alvöru próf) Sex atriði eiga alls ekki við mig og ekkert er minnst á þrjá eiginleika sem eru mjög áberandi í fari mínu.

Að öðru leyti er þetta nokkuð nákvæm lýsing. Ég kíkti á nokkur önnur stjörnukort því ég átti svosem alveg eins von á að þetta væru svo almennar lýsingar að ég gæti skrifað undir hverja þeirra sem er en svo er reyndar ekki.

Dálítið forvitnilegt, eins og reyndar flestar þær aðferðir sem mannskepnan notar til að reyna að botna í sjálfri sér.