Klemma

Þegar skelfilega slæmur listamaður, sem ég kann vel við sem manneskju, álítur sjálfur að hann sé afskaplega góður listamaður og skilur ekkert í því að elítan skuli ekki veita því eftirtekt, reyni ég að forðast umræðuefnið við listamennirnir og verkin okkar hin vanmetnu.

Þegar viðkomandi biður mig svo að segja álit mitt á snilldinni, og mér er ekki stætt á því að segjast ekki dómbær, hvernig í fjáranum á ég þá að segja sannleikann án þess að svipta viðkomandi tilgangi lífins?

Til hvers heldur fólk eiginlega að gagnrýnendur séu? Er það ekki í þeirra verkahring að losa vini og vandamenn undan þeirri áþján að þurfa að segja listamanninnum að hann sé einfaldlega á rangri hillu?

Best er að deila með því að afrita slóðina