Mega lyjafræðingar vera ögrandi?

háskóli_íslands_2_jpg_475x712_sharpen_q95Jafnréttisnefnd fór á límingunum út af þessari mynd sem ku víst gera lítið úr konum. Ég hef ekki lesið auglýsingatextann, veit ekki hvað er verið að auglýsa fyrir utan það sem kemur fram á vefsíðu DV að auglýsingin sé frá félagi nema í lyfjafræði.

Það er ekki sérlega trúverðugt þegar fólk segist ekki sjá neitt ögrandi eða kynferðislegt við myndina. Ég efast um að lyfjafræðingar mæti almennt í vinnuna með sýnileg, rauð sokkabönd og rauðum nærbuxum undir píkusíðum slopp. „Ögrandi stelling“ finnst mér aftur á móti full langsótt. Getur kynþokkafull kona með rauð sokkabönd yfirhöfuð fundið sér einhverja stellingu sem ekki er annaðhvort ögrandi eða niðurlægjandi? Og afhverju eru konur sem nýta sér kynþokka sinn til að hafa áhrif á aðra og komast þangað sem þær ætla sér, ómerkilegri en þeir sem nota tengsl, peninga eða stöðu í sama tilgangi?

Halda áfram að lesa

Við sem hvorki erum karlar né konur

indexVitur kona sagði eitt sinn „Það er eðlilegast og hollast fyrir konur að vera ekki að koma karlmönnum mikið inn í heim varalitsins og maskarans því þá dettur allur sjarmi niður!“

Á þeim tíma hélt ég að þessi hugsunarháttur einkenndi aðeins örfáar manneskjur en í dag veit ég betur. Í dag veit ég að munurinn á karli og konu felst í því að konur hafa áhuga á útliti sínu, snyrtivörum og kynlífi en ekki samfélagsmálum. Konur lesa skvísubækur og horfa á Sex & the City. Karlar hinsvegar, þeir eru bara svona allskonar. Halda áfram að lesa

Kvenhyggja er kynhyggja

womensstudies11Í orðræðu og áherslum þeirra sem aðhyllast kynhyggju enduspeglast sú skoðun að annað kynið sé hinu æðra og göfugra og að það sé allt í lagi að troða á mannréttindum ómerkilegra kynsins. Munurinn er sá að karlremban vill að karlar fái að kúga konur en kvenhyggjusinnar að konur fái að kúga karla. Halda áfram að lesa