Eru þetta ekki …

… sömu konurnar og mótmæltu smekkleysunni þegar Oddi gaf út dagatal með málsháttum um konur?

Jólasveinar eru miklir óskaspenglar.
-Giljagaur óskar þess að konur hætti að líta á sig sem eilífðarfórnarlömb í öllum málum.
-Skyrgámur óskar þess að konur hætti að sletta skyrbirgðum sínum í blásaklausa sveina.
-Gluggagægir óskar þess að konur hætti að setja samasemmerki milli klámneytenda og nauðgara.
-Gáttaþefur óskar þess að konur hætti að safna klofþefsgæru.

Ég óska þess nú bara að bakarar bjóði upp á stærri gerð af ósteiktum laufabrauðskökum og hafi þær kringlóttar en ekki sporöskjulagaðar. Það er ekki á nokkurn mann leggjandi að fletja þetta helvíti almennilega út.

Ef maður bara vissi hvað er að gerast þarna inni

Ætli feministahreyfingin léti ekki frá sér einhverjar athugasemdir ef karlmenn væru látnir gefa konum einkunnir fyrir frammistöðu sína í bælinu?

Ég hef ekki séð tannagnístran frá neinum karlasamtökum vegna þessarar könnunar. Ætli þeim sé alveg sama eða er einhver önnur ástæða fyrir að heyrist aldrei í karlmönnum þegar tegundin er á einhvern hátt tekin fyrir? Þessi könnun er svosem of hallærisleg til að vera svara verð en það virðist bara alveg sama hvernig er fjallað um karlmenn, þeir bera nánast aldrei hönd yfir höfuð sér. Ég hneigist til að líta á það sem gunguskap en kannski eru þeir bara upp til hópa of ánægðir með sig til að taka mark á umfjöllun sem væri líkleg til að koma konum í uppnám?

Pólitíkin rak upp bofs

bogb

Ég hef tekið eftir því undanfarið að nokkrir moggabloggarar sjá ástæðu til að hnýta í það fyrirkomulag feministahreyfingarinnar að vera með sérstakan karlahóp, fyrir náttúrulega utan stöðugar persónulegar árásir á Sóleyju Tómasdóttur og fleiri duglegar konur.

Ég hef aldrei unnið með feministahreyfingunni sjálf, finnst sumt af því sem þær eru að gera frábært, sumt tilgangslaust og sumum viðhorfum er ég algerlega ósammála.

Halda áfram að lesa

Feminismus

Pilturinn bauðst til að bera pokana fyrir mig og ég þáði það. Lét þakklæti mitt í ljós og hafði á orði að fáir íslenskir karlmenn skildu gildi þess að sýna herramennsku.
-Ég skil það heldur ekkert, sagði pilturinn, ég geri þetta bara af því að ég skora svo mörg stig með því og það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.
Halda áfram að lesa

Er ekki árið 2007?

heiliEins og strákurinn í unglingamiðuðu auglýsingum sparisjóðanna er skemmtilega skeleggur, þá slær það mig dálítið illa að sjá hvað staðalmyndir kynjanna virðast ennþá sterkar. Strákurinn hefur orðið, stelpan kinkar kolli til samþykkis en sýnir engin merki um frumkvæði eða sjálfstæðan karakter. Hún er meira svona til skrauts.

Merkilegt annars frjálslyndið okkar Íslendinga. Víða erlendis eru svona auglýsingar sem höfða beint til barna og unglinga bannaðar.

Pabbar geta andskotinn hafi það grenjað ef þá langar til

grenj

Hvaðan kemur sú hugmynd að karlmenn hafi í gegnum tíðina verið tilfinningabældari en konur, og af hverju nýtur þessi ranghugmynd svona mikilla vinsælda?

Karlar máttu ekki sýna merki um ótta, mikið rétt. En konur máttu heldur ekki sýna merki um frelsisþrá, hvað þá losta. Karlar áttu að bera harm sinn í hljóði og konur áttu að kyngja reiðinni.

Það eimir eftir af þessum viðhorfum ennþá. Það þykir ekki kvenlegt að slást og ég hugsa að flestir karlar reyni fremur að harka af sér en að skæla á almannafæri. Ég get samt ekki séð að karlar búi við neitt meiri bælingu en konur. Eða hver hefur eiginlega bannað þeim að grenja?

Halda áfram að lesa