Eins og strákurinn í unglingamiðuðu auglýsingum sparisjóðanna er skemmtilega skeleggur, þá slær það mig dálítið illa að sjá hvað staðalmyndir kynjanna virðast ennþá sterkar. Strákurinn hefur orðið, stelpan kinkar kolli til samþykkis en sýnir engin merki um frumkvæði eða sjálfstæðan karakter. Hún er meira svona til skrauts.
Merkilegt annars frjálslyndið okkar Íslendinga. Víða erlendis eru svona auglýsingar sem höfða beint til barna og unglinga bannaðar.